Eins og Instagram fylgjendur mínir hafa tekið eftir þá vorum við fjölskyldan í vikufríi á Spáni. Við komum heim í nótt en dóttir mín svaf allt flugið og var ekkert að stressa sig á því að sofa út þó við hefðum komið heim um fimmleytið. en það er nú ekkert…
Súkkulaðibitakökur Stundum þá fæ ég mikla kökuþörf, einsog gengur og gerist á bestu bæjum. Þá er virkilega gott að henda í eina létta súkkulaðibitaköku uppskrift. Ég prufaði nýja tegund af kökum sem að mínu mati eru virkilega góðar. Nýbökuð súkkulaðibitakaka og ískalt mjólkurglas, það er sko sannarlega einföld hamingja. Það…
Ostakökur eru ákaflega bragðgóðar og fallegar á veisluborðið. Ég slæ aldrei hendinni á móti ostaköku og mér finnst mjög gaman að baka þær eða búa þær til, þær þurfa auðvitað ekki allar að vera bakaðar. Ég gerði þessar kökur fyrir babyshower sem við héldum handa vinkonu okkar fyrir stuttu. Íslensku…
Helgarbaksturinn er að þessu sinni ljúffeng súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum, já ég legg ekki meira á ykkur. Þessi kaka sameinar það sem mér þykir svo gott, súkkulaði og pekanhnetur. Kakan er ekki bara bragðgóð heldur er hún líka svo einföld og fljótleg í bakstri, það er alltaf plús. Þið…
Það er ótrúlega lítið mál að útbúa heimatilbúna hamborgara og þeir smakkast miklu betur en þeir sem eru keyptir út í búð. Þegar sólin skín er tilvalið að dusta rykið af grillinu og grilla góðan mat, helst í góðra vina hópi. Ég grillaði þennan ómótstæðilega hamborgara um daginn og svei…
Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina…
Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar…
Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna þátt sem tileinkaður er mjólkurhristingum, ég kolféll fyrir þessum hugmyndum og bjó til einn ljúffengan með Oreo. Það er einmitt þess vegna sem ég er áskrifandi af Gestgjafanum, það er svo gaman að fá góðar hugmyndir. Netið er auðvitað þægilegt en mér þykir…
Sumarið er loksins komið og það er yndislegt. Nú er tilvalið að skella í þessa einföldu kanilsnúðaköku og bera fram í kaffitímanum úti á palli. Þessa dagana er ég með æði fyrir kanilsnúðum og hef prófað margar uppskriftir, þessi er sú besta og kanilsnúðarnar eru svo mjúkir og góðir. Mér…
Um helgar nýt ég þess að dunda mér í eldhúsinu, sérstaklega á morgnana. Nú er sá tími liðinn að maður geti sofið út (Ingibjörg Rósa grípur daginn um sexleytið..geisp). En, þá hef ég góðan tíma til að elda eitthvað gott. Um daginn eldaði ég þessa ljúffengu morgunverðarpönnu, sáraeinfalt og ótrúlega…