Archives

Kanilsnúðar með rjómaostakremi

Þessir kanilsnúðar eru gjörsamlega geggjaðir og ég mun baka þá aftur og aftur. Amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir! Ég fékk þessa uppskrift að láni hér, verður maður ekki að prófa uppskrift sem kemur frá Ameríku fyrst maður er að þessu? 😉 *Þessi uppskrift gefur 12-14 snúða Deigið: 1 msk þurrger 175 ml mjólk 95 g sykur + 1 msk 95 g smjör (brætt, ég gleymdi að bræða það og notaði smjör við stofuhita sem kom vel út ) 1 tsk kanill 2 egg 600 g hveiti 2 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Hitið mjólkina, hún á að vera volg. Bætið þurrgeri og 1 matskeið af sykri eða hunangi saman við og hrærið. Setjið viskastykki yfir skálina og látið standa þar til byrjar…

Sænskir kanilsnúðar með kardimommum

Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur 1/2 tsk salt 2 tsk kardimommuduft 1 3/4 dl mjólk, volg 75 g smjör, við stofuhita (verður að vera mjög mjúkt) Fylling: 100 g smjör 50 g púðursykur 2 tsk kanill 2 msk sykur 1 tsk kardimommuduft Ofan á: 1 egg perlusykur Aðferð: Fyrsta skrefið er að vekja þurrgerið í volgu vatni með 1 msk af sykri eða hunangi.  Blandið þessum hráefnum saman í skál og leggið viskastykki yfir skálina. Þetta ferli tekur um 5…

Bestu kanilsnúðarnir með súkkulaðiglassúr

 Alþjóðlegi kanilsnúðadagurinn er í dag, hvorki meira né minna! Því ber að fagna. Ég bakaði þessa snúða í morgun og vorum við fjölskyldan voða ánægð með þá, Ingibjörg Rósa er lasin og fékk aðeins að smakka. Henni fannst það ekkert mjög leiðinlegt að fá smá smakk, mömmuhjartað verður alltaf svo viðkvæmt þegar hún er veik og brosin hennar eru best. Kanilsnúðalyktin gerir heimilið líka svo huggulegt og nú er ég að læra undir lokapróf sem er á morgun og ég er ekki frá því að lyktin hjálpi til í lærdómnum, ég fæ mér líka einn og einn snúð eftir glósulestur… það má, ég er löngu hætt að telja snúðana sem ég er búin að borða í dag;) Mæli með að þið prófið þessa og þetta…

Kanilsnúðakaka með súkkulaðiglassúr

Sumarið er loksins komið og það er yndislegt. Nú er tilvalið að skella í þessa einföldu kanilsnúðaköku og bera fram í kaffitímanum úti á palli. Þessa dagana er ég með æði fyrir kanilsnúðum og hef prófað margar uppskriftir, þessi er sú besta og kanilsnúðarnar eru svo mjúkir og góðir. Mér finnst ómissandi að setja súkkulaðiglassúr ofan á mína snúða en þess þarf þó ekki en súkkulaði gerir auðvitað allt aðeins betra. Ef þið eruð á leiðinni í ferðalag þá er ekki galið að taka þessa með, það geta flestir verið sammála um að kanilsnúðar séu ljúffengir og enginn fær leið á þeim. 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 1 msk sykur 700 – 800 g Kornax brauðhveiti (það gæti þurfti meira eða…

Jólasnúðar og sölt karamellusósa.

    Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að klassískum kanilsnúðum með jólakeim. Fyllingin er jólaleg að því leytinu að ég notaði kryddin sem ég nota við piparkökubakstur. Ef það er eitthvað jólalegt þá er það ilmurinn af piparkökum. Ég bjó til karamellusósu og ristaði heslihnetur sem ég bar fram með snúðunum. Heit karamellusósan fullkomnaði snúðana og þeir hurfu mjög fljótt. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift kæru vinir. Jóla kanilsnúðar Deig: 550 g Kornax hveiti 100 g sykur 1 tsk. vanillusykur 2,5 tsk. ger 250 ml volg mjólk 70 ml ljós olía (alls ekki ólífuolía) 2 egg Fylling: 50 g sykur 100 g smjör 2 tsk. kanill 1 tsk. negull ½ tsk. engifer Aðferð: Blandið öllum þurrefnum saman og bætið vökvanum smám…