Mánudagur: Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa er réttur sem er mjög viðeigandi á leikdegi. Áfram Ísland!
Þriðjudagur: Ofnbakaður plokkfiskur með rúgbrauði. Einfalt og ómótstæðilega gott!
Miðvikudagur: Kjúklingabitar í mangóchutney sósu með ristuðum möndlum.
Fimmtudagur: Kröftug haustsúpa sem allir elska.
Föstudagur: Geggjuð pönnupizza með jalepeno osti.
Helgin: Grilluð nautalund með öllu tilheyrandi, veislumatur!
Bakstur helgarinnar: Franskt eggjabrauð er einfaldlega lostæti, get ekki beðið eftir að borða þetta um næstu helgi.
Njótið vel.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessar uppskriftir má finna í Hagkaup.