Í lokaþætti Matargleðinnar var sérstakt sítrónuþema (mögulega tileinkað Beyoncé). Ég bakaði meðal annars þessa æðislegu vanillu- og sítrónuköku sem er í miklu uppáhaldi. Mjög sumarleg og sæt – mæli með að þið prófið hana. Vanillu-og sítrónukaka með ferskum berjum Bakstur Áætlaður tími frá byrjun til enda: 2 tímar Fyrir…
Nú er sumarið gengið í garð og með hækkandi sól skiptum við út þungum vetrarmat yfir í léttari og sumarlegri rétti. Kjúklingasalöt flokkast að mínu mati undir sumarlega rétti en þau eru bæði svakalega góð og einföld, auðvelt að blanda góðum hráefnum saman á örfáum mínútum. Ég elska þetta einfalda…
Um helgina bakaði ég þessa marensköku með kókosbollurjóma og karamellukremi. Já, hún er eins góð og hún hljómar! Afi minn átti afmæli um helgina og hittumst við fjölskyldan og áttum góða stund saman, ég ákvað þess vegna að skella í eina marensbombu þar sem marensinn er afar vinsæll í okkar…
Korter í kvöldmat er nýr liður á blogginu en í þessum færslum ætla ég að deila með ykkur einföldum og ofur góðum uppskriftum sem eiga það sameiginlegt að vera mjög fljótlegar. Fyrsti rétturinn sem ég ætla að deila með ykkur er ljúffeng bleikja í teriyaki sósu. Ég eldaði þennan…
Einföld og góð sjávarréttasúpa með tælensku yfirbragði er frábær mánudagsmatur. Á morgun, þriðjudag ætla ég loksins að elda Mac’n Cheese í rjóma-beikonsósu. Já þetta er pasta og beikonvika, það hlýtur nú að mega? Á miðvikudaginn ætla ég að gera einfalt og gott Sesar salat sem inniheldur kjúkling, beikon, stökka brauðteninga…
Með hækkandi sól finn ég sumarþrána læðast yfir mig. Eruð þið ekki sammála? Það er svo mikill munur að vakna á morgnana í góðu veðri og fara út í daginn með bros á vör. Og afþví sumarþráin er farin að segja til sín þá bakaði ég þessi ljúffengu skinkuhorn í…
Pavlova með ástaraldin- og mangósósu Marensbotn 6 Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilla extract eða dropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn…
Súkkulaðibollakaka með hvítu súkkulaðismjörkremi er alltaf góð hugmynd og sérstaklega um páskana. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega mikið fyrir páskaegg, ég vil heldur baka eitthvað gott og njóta þess. Ekki að ég stelist ekki í páskeggin hjá fjölskyldumeðlimum, það er önnur saga. Súkkulaðibollakökur með súkkulaðibitum…
Nú styttist heldur betur í páskana og eflaust margir komnir í páskafrí og byrjaðir að njóta með fjölskyldu og vinum. Mig langaði að deila með ykkur vikuseðli sem er í betri kantinum að þessu sinn og ég vona að þið fáið hugmyndir að kvöldmatnum út vikuna. Njótið vel. Góður…
Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, furuhnetum, ólífumauki, steinselju og sítrónuberki er afar ljúffeng steik sem passar einstaklega vel á veisluborðið um páskana. Með hryggnum er gott að hafa ofnbakaðar kartöflur í andafitu og auðvitað góða soðsósu, fullkomið fyrir þá sem vilja nostra aðeins við matargerðina og njóta í botn….