Það kannast nú líklega flestir við þessa uppskrift en hún er gífurlega vinsæl á mínu heimili og í minni fjölskyldu. Mamma bakaði þessa köku ósjaldan fyrir okkur og ég baka hana mjög oft hér heima. Í dag var kósí dagur hjá okkur fjölskyldunni, Ingibjörg Rósa var svolítið slöpp og ákváðum…
Í síðustu viku átti ein af mínum bestu vinkonum afmæli og það vildi einnig þannig til að sama dag var fyrsti þátturinn af nýju matreiðsluþáttunum mínum að byrja, það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að bjóða heim í pizzapartí og smá freyðvínsdrykkju. Þegar ég fæ fólk heim…
Fyllt snittubrauð með pestófyllingu og hvítlauksfyllingu eru afar ljúffeng og einföld í gerð. Ég elska þessi brauð og geri þau mjög oft, þau eru frábær með súpu eða þá ein og sér. Það þarf alls ekki að vera flókið að baka sitt eigið brauð og mér finnst það alltaf svo…
Ég átti frábæra helgi með fólkinu mínu, en helgin byrjaði á vinkonudekri á Hótel Grímsborgum sem var algjört æði og ég ætla að segja ykkur betur frá því í vikunni. Svo fórum við fjölskyldan á Akranes og skutluðumst síðan á Hvolsvöll. Það var svo gott að komast aðeins í sveitina,…
Frískandi berjaboozt kemur manni í stuð, ég er að segja ykkur þetta satt. Þessa dagana er ég að vinna í nýjum þáttum og að klára lokaritgerð í viðskiptafræðinni. Ég þarf þess vegna góða orku til að koma mér í gegnum annasama daga. Boozt eru frábær að því leytinu að hægt…
Karamellupoppið sem allir elska og ég fæ ekki nóg af. Mjúk súkkulaðikaka með ljúffengri karamellufyllingu er allaf góð hugmynd. Skyrkaka með hvítu súkkulaði og ferskum berjum, það tekur enga stund að búa til kökuna og er hún algjört æði. Besta og vinsælasta uppskriftin á blogginu – ég er að segja…
Mánudagsfiskurinn: Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með fetaosti. Þessi réttur er afskaplega einfaldur og fljótlegur sem er alltaf mikill plús á þreyttum mánudegi. Þriðjudagur: Æðisleg rif með asískum blæ. Þetta er rétturinn sem setningin „eitt sinni smakkað, þú getur ekki hætt“ á vel við. Miðvikudagur: Mexíkóskt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og…
Á morgnana og þá sérstaklega um helgar elska ég að baka morgunverðarbollur í ró og næði. Það gefst ekki mikill tími til baksturs á morgnana á virkum dögum en ég nýt þess í botn á laugardögum, að hella upp á gott kaffi og baka brauð í rólegheitum. En takið eftir…
Þetta humarsalat er sannkallað lúxussalat þegar við viljum gera sérlega vel við okkur. Ég gjörsamlega elska þetta salat og gæti borðað það í öll mál… en þið vitið, maður borðar víst ekki humar í öll mál 🙂 Ég hvet ykkur til þess að prófa það og þá sér í lagi…
Í gærkvöldi var sérstakt sítrónuþema í Matargleðinni og ég útbjó þessar sjúklega einföldu brúskettur sem eru tilvaldar í sumar, sem forréttur eða bara sem léttur kvöldverður. Gott brauð, rjómaostur og reyktur lax fara einstaklega vel saman. Það tekur líka enga stund að skella í þessar einföldu og bragðgóðu brúskettur, sumsé…