Súkkulaðibitakökur Stundum þá fæ ég mikla kökuþörf, einsog gengur og gerist á bestu bæjum. Þá er virkilega gott að henda í eina létta súkkulaðibitaköku uppskrift. Ég prufaði nýja tegund af kökum sem að mínu mati eru virkilega góðar. Nýbökuð súkkulaðibitakaka og ískalt mjólkurglas, það er sko sannarlega einföld hamingja. Það…
Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina…
Babyshower er veisla sem haldin er til heiðurs tilvonandi mæðrum. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er hugmyndin með slíkri veislu að móðirin tilvonandi sé böðuð í gjöfum. Amerísk hefð að sjálfsögðu en mikil ósköp er gaman að halda svona boð, þetta er auðvitað bara afsökun fyrir kökuáti með…
Silvíu kaka er í eftirlæti hjá Silvíu,drottningu Svíþjóðar. Mér finnst þessi kaka mjög ljúffeng og ég bakaði hana ansi oft í fæðingarorlofinu mínu. Virkilega einföld og góð kaka sem ég mæli með að þið prófið. Það er bæði hægt að baka þessa köku í hringlaga formi og í ofnskúffu, en þá er ágætt…
Einfalt og gott pizzadeig sem hefur reynst mér mjög vel, það tekur enga stund að gera deigið en það þarf smá tíma til að lyfta sér. Á meðan deigið er að lyfta sér er gott að nýta tímann til góðra verka t.d. að útbúa áleggið sem fer ofan á pizzurnar….
Mér finnst best að byrja vikuna á góðum fisk, þessi karrífiskur er mjög einfaldur og bragðgóður. Fiskurinn er borinn fram með jógúrtsósu og fersku salati. Þriðjudagsrétturinn þessa vikuna er ofurgott Japanskt salat með stökkum núðlum. Miðvikudagsrétturinn er afar góður, kjúklingalæri í mangóchutney sósu með ristuðum möndlum. Fimmtudagsrétturinn er fiskréttur í…
Á hverjum degi kemur upp sama spurningin, hvað á að hafa í matinn? Tíminn er oft af skornum skammti en öll viljum við borða eitthvað gott og helst búa það til sjálf. Fyrir nokkrum árum starfaði ég á vinnustað þar sem viku matseðilinn var skipulagður á sunnudögum, þá var þetta…
Ég slæ ekki hendinni á móti góðri pizzu. Í síðasta þætti í Matargleði Evu lagði ég áherslu á sumarlega rétti. Mér finnst alltaf gaman að baka góða pizzur, það er bæði hægt að baka þær í ofninum eða setja þær á grillið. Hér eru uppskrifir að tveimur pizzum í mínu…
Amerískar pönnukökur hafa lengi verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér og í morgun ákvað ég að breyta aðeins uppskriftinni sem ég nota yfirleitt. Aðal breytingin er sú að ég bætti kakó út í deigið og smá kanil, nú eru þetta þess vegna súkkulaðipönnukökur. Þær eru algjört lostæti og sérstaklega með…
Um helgar þá nýt ég þess að borða eitthvað gott og á föstudögum finnst mér eiginlega nauðsynlegt að fá mér pizzu, það eru örugglega margir sem borða pizzu á föstudagskvöldum enda er ágætt að enda vinnuvikuna á góðum mat og sjónvarpsglápi fram eftir kvöldi, það er ekkert verra að maula…