Helgin hefur verið frekar róleg á þessu heimili og ‘to do’ listinn minnkaði ekkert, það freistaði miklu meira að hanga á kaffihúsum, lita, baka eða taka leggju með Ingibjörgu Rósu en að mála vegg, setja upp gardínur og þið vitið.. allt sem verður að gerast strax, helst í gær. Stundum…
Það eru nokkrar kökur sem ég baka aftur og aftur, það er súkkulaðikaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Þessi eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dásamlegur. Eplakaka með…
Í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese eða hakk og spaghettí eins og við köllum það hér heim er án efa einn af þeim. Ég fæ aldrei leið á þessum rétt og elda hann aftur og aftur. Mjög einfaldur og á mjög…
Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótleg og ómótstæðilega gott. Caprese salat 1 askja kirsuberjatómatar 2 kúlur Mozzarella fersk basilíkublöð…
Ég ætla að byrja með þá hefð að setja inn uppskriftir að morgunmat eða millimáli á mánudögum, flest erum við nefnilega að leita að hollari útgáfum að morgunmat á virkum dögum og því tilvalið að byrja vikuna á hollum og góðum uppskriftum. Að þessu sinni ætla ég að deila með…
Það var svo gott að vakna í rólegheitum með Ingibjörgu Rósu minni í morgun en undanfarna daga höfum við verið á fullu að koma okkur út í vinnu og til dagmömmunnar, morgnarnir eru þess vegna ekkert svo rólegir á þessu heimili á virkum dögum. Helgarfríin eru kærkomin og við mæðgur…
Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar…
Ég fékk svakalega fína pönnu frá systkinum mínum í afmælisgjöf og hef ég notað hana í mjög margt. Þessi panna má fara inn í ofn og veitir mér þess vegna þann möguleika að gera pönnupizzur sem eru að mínu mati mikið betri en venjulegar pizzur. Mig langar að deila uppskrift…
Í síðustu viku fengum við góða gesti í mat og mig langaði til þess að bjóða þeim upp á eitthvað svakalega gott, ég fór út í Hagkaup og það fyrsta sem fangaði auga mitt í kjötborðinu var girnileg nautalund og sömuleiðis gargaði Bernaise sósan á mig sem var þarna…
Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma…