Ég er sífellt að prófa mig áfram með hollari uppskriftir handa Ingibjörgu Rósu og að sjálfsögðu fyrir sjálfa mig líka. Það er svo auðvelt að grípa í hvítt brauð og eitthvað sem er kannski ekkert svo hollt og gott fyrir okkur. Hér er hollari útgáfa að pönnukökum sem ég baka…
Ég fékk vinkonur mínar í sunnudagskaffi um daginn og ákvað að gera nokkrar snittur, mér finnst nefnilega mikilvægt að hafa eitthvað brauðmeti á boðstólnum og þá sérstaklega ofnbakað. Með öllum sætu kökunum þarf að vera brauðbiti inn á milli, til að jafna þetta út. Ég elska góða osta og…
Það er virkilega notalegt að vera í sumarfríi með dömunni minni og byrja daginn á bakstri, við Ingibjörg Rósa bökuðum þessi skinkuhorn um daginn og þau runnu ljúft niður. Ég prófaði í fyrsta sinn að nota Camenbert smurost í skinkuhornin og það kom mjög vel út, einnig skar ég…
Ég sá svo girnilega uppskrift af brauði um daginn og ákvað að prufa að laga mína útgáfu, henti út hvítu hveiti og bætti inn frekar mikið af kornum. Brauðið var sérlega gott og sérstaklega þegar að það var nýkomið út úr ofninum, fátt betra í morgunsárið en nýbakað brauð. Mjög…
Hrökkbrauð er í miklu eftirlæti hjá mér. Það er eitthvað við þetta stökka og þunna brauð sem ég fæ ekki nóg af. Það erh 4 dl. Haframjöl 4 dl. Rúgmjöl 1 dl. Graskersfræ 1 dl. Sólblómafræ 1 dl. Sesamfræ 1 dl. Hörfræ 7 dl. Vatn 1 msk. Hunang Aðferð: Blandið…
260 gr. Speltmjöl ( 130 gr. gróft og 130 gr. fínmalað) 25 gr. Ger 2.5 dl. Heitt vatn 2 msk. Ólífu olía 2 tsk. Santa María kryddblanda 1 msk. Graslaukur 50 gr. Fetaostur Fylling: 1oo gr. Fetaostur 150 gr. Philadelphia rjómaostur með hvítlauks-og kryddbragði. 3 tómatar, skornir smátt niður Santa…
Ég er ansi mikið fyrir Quiche. Grunndeig fyrir Quiche. 150 g Kalt smjör 250 g Hveiti 1/2 tsk Salt 1 stk Eggjarauða 4 msk Vatn Skerið kalt smjörið niður í litla bita og hnoðið það saman við hveitið. Saltið síðan og vinnið deigið vel saman, bætið eggjarauðu og vatni saman…
Morgunmúffur. Hafið þið ekki lent í því að koma heim úr skóla eða vinnu og það er bara ekki neitt til í ísskápnum og þið eruð mjög svöng? Nennið alls ekki aftur út til þess að fara í búðina. Ég lenti í því í gær, svanga stóra barnið kom heim…
Ég veit ég veit, ein önnur matar/baksturfærslan. Þið megið endilega láta mig vita ef ég er að mat-kæfa ykkur kæru lesendur. Í dag bakaði ég þetta ágæta bananabrauð, ansi indælt að hafa eitthvað í ofninum á meðan að maður les skólabækurnar. Virkilega huggulegt að taka sér kaffipásu og fá sér…
Fékk til mín góða vinkonu í hádeginu. Nýbakað brauð, byggsalat ,súkkulaðihjúpuð jarðaber, kaffi og gott vinkonuspjall. Yndislegt. Ég verð að deila með ykkur uppskrift af ansi góðu og hollu brauði sem að Eva Eiríks vinkona bakaði fyrir okkur þegar að við vorum saman í bústað fyrr í sumar. Einfalt og…