Morgunmúffur

 Morgunmúffur. Hafið þið ekki lent í því að koma heim úr skóla eða vinnu og það er bara ekki neitt til í ísskápnum og þið eruð mjög svöng? Nennið alls ekki aftur út til þess að fara í búðina. Ég lenti í því í gær, svanga stóra barnið kom  heim úr skólanum og ekkert til. Þannig ég ákvað að setja í múffu-bollur. Átti lítil til í bollurnar en ég átti þó eitthvað.

125 g. Grófmalað spelt
1 x Þroskaður banani
1 x Bolli speltmúslí með þurrkuðum ávöxtum
1/2 Bolli fimmkorna blanda
1 msk.Hunang
1/4 tsk. matarsódi
1/4 tsk. Salt
1/4 tsk.Lyftiduft
Byrjaði á því að stappa banana vel, bætti síðan speltmjölinu og blandaði þessu vel saman. Bætti alltaf smá vatni saman við, alls ekki mikið vatn þó. 3-4 msk. Bætti síðan öllu hinum saman við og blandaði vel saman. 
Notaði bökunarpappír sem form og mótaði bollurnar líkt og muffins. Ég setti ofan á ca. tsk af fimmkornablöndu á hverja bollu. 
180°C í ca. 20mín
Þetta smakkaðist mjög vel með smjöri og ost. 
Fljótlegt, var enga stund að blanda þessu saman og setja þetta inn í ofn. Lyktin var góð og þetta var miklu betra en einhver bakarísferð.

Ég kalla þær morgunmúffur vegna þess að þær eru einstaklega ljúffengar í morgunsárið og þæginlegar að grípa með á leið í skólann. 

xxx

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *