Hrökkbrauð

Hrökkbrauð er í miklu eftirlæti hjá mér. Það er eitthvað við þetta stökka og þunna brauð sem ég fæ ekki nóg af. Það erh 

  • 4 dl. Haframjöl
  • 4 dl. Rúgmjöl
  • 1 dl. Graskersfræ
  • 1 dl. Sólblómafræ
  • 1 dl. Sesamfræ
  • 1 dl. Hörfræ
  • 7 dl. Vatn
  • 1 msk. Hunang 
Aðferð:
  1. Blandið öllum þurrefnum saman í skál. 
  2. Bætið vatni og hunanagi saman við þurrefnin og blandið vel saman. 
  3. Dreifið blöndunni á pappírsklædda ofnplötu. Skerið í deigið með pizzahníf áður en þið setjið deigið inn í ofn. 
  4. Bakið við 160°C í 35 mínútur. Opnið hurðina á ofninum og bakið áfram í 10 mínútur, lokið síðan ofninum aftur og bakið í 20 mínútur. Þá ætti hrökkbrauðið að vera tilbúið. Leyfið hrökkbrauðinu að kólna svolítið áður en þið berið það fram. 

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *