Það stytti upp í korter í vikunni og þá var tilefni til þess að grilla, mig langar að skrifa langloku um veðrið og röfla en ég er að reyna að halda röflinu í lágmarki. Ég er samt orðin svo súr á þessu, en jæja.. ég ætla að tala um góðan mat sem gleður! Ég grillaði maís í fyrsta sinn og ég skil raunverulega ekkert í sjálfri mér að hafa ekki prófað það fyrr, þetta var guðdómlega gott. Stökkur maís í hvítlaukssmjöri með fetaosti, radísum, ferskum kryddjurtum og límónusafa… namm!! Þið verðið hreinlega að prófa, ég lofa að þið eigið eftir að gera þetta aftur og aftur. Grillaður maís í hvítlaukssmjöri 2 ferskir maísstönglar í hýðinu Salt og pipar Chipotle parmesan krydd 50 g smjör 1…