Sesar salat með stökkum kjúkling og hvítlaukssósu

Sesar salat

Klassískt salat sem ég elska ofurheitt, ég hef vanalega notað kjúklingabringur í þetta salat en ég sá svo girnileg kjúklingalæri með legg út í búð sem ég mig langaði að prófa og viti menn! Salatið er enn betra með stökkum kjúkling… svo gott að þið verðið einfaldlega að prófa þessa uppskrift sem fyrst.

Hvítlaukssósa

*Þetta er ekki klassísk sesar-sósa en þetta er ósköp góð og létt hvítlaukssósa sem hentar fullkomnlega út á salatið

 • 3 dl grískt jógúrt
 • 1 tsk dijon sinnep
 • 1/2 hvítlauksrif
 • safi úr hálfri sítrónu
 • salt og pipar
 • 60 g nýrifinn parmesan ostur

Aðferð:

 1. Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en hún er borin fram með salatinu.

Brauðteningar

 • Brauð að eigin vali
 • ólífuolía
 • salt og pipar
 • hvítlauksduft

Aðferð:

 1. Skerið brauð í jafn stóra teninga og leggið á pappírsklædda ofnplötu.
 2. Sáldrið vel af ólífuolíu yfir og kryddið til með salt, pipar og hvítlauksdufti.
 3. Bakið í ofni við 200°C þar til brauðteningarnir eru gullinbrúnir.

Salatið

 • Kjúklingur (ég notaði fersk læri með legg og miða við 1 stk á mann)
 • Ólífuolía
 • Salt og pipar
 • Romain kál
 • Blandaðir kirsuberjatómatar
 • Agúrka
 • Parmesan ostur

Aðferð:

 1. Sáldrið ólífuolíu yfir kjúklinginn og kryddið til með salti og pipar, hitið pönnu (pannan verður að vera funheit, mjög mikilvægt!) og steikið kjúklinginn þar til hann verður mjög „crispy“. Leggið síðan kjúklingabitana á pappírsklædda ofnplötu og eldið í ofni við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
 2. Skerið niður salat, tómata og agúrka og leggið á disk.
 3. Setjið síðan kjúklingabitann yfir og rífið niður nóg af parmesan.
 4. Setjið brauðteninga út á salatið áður en þið berið það fram ásamt hvítlaukssósunni góðu.

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *