Archives

Mexíkósk pizza

Um helgar þá nýt ég þess að borða eitthvað gott og á föstudögum finnst mér eiginlega nauðsynlegt að fá mér pizzu, það eru örugglega margir sem borða pizzu á föstudagskvöldum enda er ágætt að enda vinnuvikuna á góðum mat og sjónvarpsglápi fram eftir kvöldi, það er ekkert verra að maula á súkkulaði á meðan. Ég útbjó gómsæta mexíkóska pizzu sem mig langar að deila með ykkur, ég var svöng þegar ég fór í búðina og keypti allt það sem mig langaði í. Það er auðvitað lykilregla að fara ekki út í búð svöng, ég keypti allt í taco og þegar heim var komið ákvað ég að útbúa pizzu með mexíkósku ívafi. Einföld og bragðmikil pizza sem ég mæli með að þið prófið. Ítalskur pizzabotn  Þessi…

Matur sem yljar að innan

Pottabrauð „Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu.“ Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til.“ 470 g hveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. 2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið, hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að þa myndi kúlu. 3….

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…

Ástaraldin mojito, suðrænn og seiðandi.

Síðastliðinn fimmtudag dæmdi ég í Íslandsmeistarakeppni barþjóna, þar bragðaði ég á mörgum ótrúlega góðum kokteilum og það var ansi skemmtilegt að sjá mismunandi kokteila og metnaðurinn var mikill hjá barþjónunum. Það skapar oft skemmtilega stemningu að bera fram fallegan og frískandi drykk í boðum, að mínu mati þurfa þeir ekkert endilega að vera áfengir. Á meðan ég var ólétt fékk ég mér oft góðan kokteil með vinkonum mínum, óáfenga og mjög góða. Ég mæli með að þið prófið að gera kokteil heima við, það getur verið mjög skemmtilegt. Í bókinni minni Matargleði Evu er að finna uppskriftir að nokkrum ljúffengum kokteilum og hér kemur ein uppskrift sem er í mínu uppáhaldi. Ástaraldin mojito, suðrænn og seiðandi. Mojito 2 – glös 4 límónur 20 myntulauf, og…

Ostaplatti og Focaccia.

Í Sunnudagsmogganum deildi ég uppskriftum úr matarboði sem ég hélt fyrir vinkonur mínar. Ef félagsskapurinn er góður er góður matur bara plús. Ítalskt þema var fyrir valinu þetta kvöld og við nutum þess að sitja, borða og blaðra langt fram á kvöld. Alveg eins og það á að vera. Ég bauð upp á ostaplatta og nýbakaða Focacciu í forrétt, ótrúlega einfalt og mjög góð byrjun á matarboðinu. Ég vil gjarnan bera fram góðan mat en á sama tíma vil ég hafa þetta frekar þægilegt, ég er nefnilega oft á tíðum í stressi rétt áður en gestirnir koma og það er ferlega leiðinlegt þegar eldhúsið er á hvolfi þegar gestirnir hringja dyrabjöllunni. Ég þoli illa að vera ekki með allt tilbúið á réttum tíma. Ég tók…

Sætkartöflu – og spínatbaka

Það er eitthvað svo ómótstæðilega gott við bökur, þær eru svo hlýlegar og ilma svo vel. Þegar ég fór til Parísar fyir þremur árum þá smakkaði ég margar gerðir af bökum og ég kolféll fyrir þeim öllum. Þá sérstaklega þeim í sætari kantinum með allskyns rjómafyllingum, ég þarf endilega að prófa mig áfram í þeim bakstri. Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að grænmetisböku sem er ótrúlega góð, ég tíndi til það sem átti í ísskápnum og úr var dásamleg baka.  Grænmetisbaka Uppskriftin skiptist í þrjá hluta. Fyrst fyllingin svo deigið og í lokin eggjablandan.  væn smjörklípa 2/4 blaðlaukur 1/2 meðalstór rauðlaukur 1 hvítlauksrif 1 stór gulrót 1/2 sæt kartafla 1 meðalstór rauð paprika 6 – 7 sveppir spínat, magn eftir smekk…

Ómótstæðilegar Oreo smákökur

Oreo smákökur 110 g smjör 100 g hreinn rjómaostur 200 g syk­ur 1 egg 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 150 g dökkt súkkulaði 1 tsk vanilla 1 pakki Oreo kexkökur 100 g hvítt súkkulaði   Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið sykrinum saman við og einu eggi. Blandið hveitinu og lyftidufti út í og hrærið í 2 – 3 mínútur. Í lokin bætið þið vanillu og smátt söxuðu súkkulaði saman við og hrærið í smá stund. Geymið deigið í ísskáp í 10 – 15 mínútur. Mótið litlar kúlur með teskeið og veltið kúlunum upp úr muldu Oreo kexi. Setjið kúlurnar á pappírsklædda ofnskúffu og inn í ofn við 10 – 12 mínútur við 180°C….

Heimagert pestó og ljúffengur kjúklingaréttur.

Fyrir rúmlega ári steig ég mín fyrstu skref í sjónvarpi í þáttunum Í eldhúsinu hennar Evu sem sýndir voru á Stöð 3. Það var ákaflega skemmtileg og dýrmæt reynsla, í þáttunum lagði ég ríka áherslu á heimilismat sem allir ættu að geta leikið eftir. Ég er búin að uppfæra uppskriftalistann hér á blogginu og nú getið þið nálgast allar uppskriftir sem voru í þættinum hér á vefnum. Það gleður mig einnig að segja frá því að þættirnir eru nú aðgengilegir á vísi.is. Þið finnið þættina hér undir matur. Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að heimagerðu pestó og ljúffengum kjúklingarétt sem er í miklu eftirlæti hjá mér. Rautt og gómsætt pestó 200 g sólþurrkaðir tómatar 90 g furuhnetur 2 hvítlauksrif 150 g ferskur…

Gúllassúpan hennar mömmu

Þetta veður kallar á góða og matarmikla súpu, við þurfum mat sem hlýjar okkur að innan á köldum rigningardögum. Það er eins og hellt sé úr fötu! Ég verð að viðurkenna að það er sérstaklega notalegt að vera heima við á svona dögum, ég þarf þó að koma mér út í matarbúð fljótlega. Mig vantar hráefnin í þessa súpu sem er að mínu mati ein sú allra besta. Gúllas, beikon, rófur og fleiri ljúffeng hráefni saman í eitt. Uppskrift sem klikkar ekki. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift kæru lesendur. Gúllasdraumur   Uppskrift miðast á við fjóra til fimm manns. 600 – 700 g nautagúllas 2 msk ólífuolía 3 hvílauksrif, marin 1 meðalstór laukur, smátt skorinn 2 rauðar paprikur, smátt skornar 2 gulrætur, smátt skornar 1 sellerístöng, smátt skorinn 1 msk…

Beikonvafinn kjúklingur og guðdómleg piparostasósa. Stórgóð grillmáltíð!

 Kjúklingaspjót eru mjög vinsæl á sumrin, þau eru ekki bara gómsæt heldur eru þau ansi einföld og fljótleg. Ég grillaði beikonvafinn kjúkling sem var mjög ljúffengur og því tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur. Beikonvafinn kjúklingur           600 g kjúklingakjöt (best er að nota bringur eða lundir)          2 – 3 msk. Ólífuolía          1 tsk. Paprikukrydd          1 tsk. Kjúklingakrydd          1 tsk. Kummin          Salt og nýmalaður pipar          1 pakki beikon          1 rauð paprika, skorin í litla bita          Tréspjót, sem legið hafa í bleyti í 20 mínútur. Aðferð: Best er að nota bringur…

1 17 18 19 20 21