Í síðustu viku fengum við góða gesti í mat og mig langaði til þess að bjóða þeim upp á eitthvað svakalega gott, ég fór út í Hagkaup og það fyrsta sem fangaði auga mitt í kjötborðinu var girnileg nautalund og sömuleiðis gargaði Bernaise sósan á mig sem var þarna líka. Ég stóðst ekki mátið, keypti kjötið, sósuna og gott meðlæti. Máltíðin var afar ljúffeng, ég byrjaði á því að elda kartöflurnar og á meðan þær voru í ofninum eldaði ég kjötið. Eldunin var afar einföld eða alveg eins og okkur þykir kjötið best. Hér kemur uppskriftin að nautalund með Hasselback kartöflum og piparostasósu. (Bernaise sósan var keypt í þetta sinn og því fylgir ekki uppskrift haha). Nautalundir Ólífuolía 800 g nautalund Smjör Salt og…