Okkur ömmu langaði í eitthvað voðalega gott í gærkvöldi, eitthvað einfalt og gott. Við drifum okkur út í Krónu um kvöldmatarleytið. Við stóðum lengi hjá kjötborðinu, skoðuðum úrvalið fram og tilbaka með tilheyrandi valkvíða. Að lokum þá gripum við pakka af kjúklingabringum með okkur , þá var bara spurningin hvernig við ætluðum að matreiða kjúklinginn. Við vorum ekki lengi að ákveða okkur, kjúklingabringur í pestó er í miklu eftirlæti hjá okkur báðum svo við ákváðum að hafa þann rétt í matinn með smá breytingum. Við gripum rautt pestó, fetaost, grískt jógurt og allskyns grænmeti með okkur líka. Þá gátum við loksins drifið okkur heim að elda! Kjúklingur í pestójógúrtsósu með ofnbökuðu grænmeti. Uppskrift miðast á við 3 – 4. 1 pakki kjúklingabringur (3 –…