Pestókjúklingur

Pestókjúklingur

Ég er einstaklega hrifin af þessum rétt, mjög einfaldur og
fljótlegur. Kjúklingurinn verður svo safaríkur og góður í pestósósunni.
 Gott er
að bera kjúklinginn fram með fersku salati, hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.
Fyrir 4 – 5 manns.(Eins og þið sjáið á myndum hér fyrir neðan þá tvöfaldaði ég uppskriftina)
5 kjúklingabringur
1 stór krukka af rauðu pestó
1 krukka fetaostur
Salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 180°C. Skolið kjúklingabringurnar og leggið
þær  í eldfast mót. 
Kryddið bringurnar með salti og nýmöluðum pipar. Blandið pestóinu
og fetaostinum saman í skál, notið gaffall til þess að stappa fetaostinum vel
saman við pestóið. 
Dreifið blöndunni yfir kjúklinginn og inn í ofn við 180°C í 35
– 40 mínútur. 

Fetaostinum bætt við pestóið, notið gafall til þess að stappa hann vel saman við pestóið. 
Lítur ansi vel út!
Kjúklingabringurnar komnar með sitt krydd.
Pestóblöndunni dreift yfir.

Tilbúið og lyktin dásamleg.

Agalega góð máltíð sem ég mæli innilega með að þið prufið. 
Ég vona að þið eigið góðan mánudag. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)