Kjúklingur í pestósósu

Kjúklingur í flýti er afskaplega þægilegur réttur og ótrúlega bragðmikill, ég geri þennan rétt mjög oft og er alltaf jafn hrifin af honum. Mér finnst best að bera hann fram með fersku salati og kartöflum, venjulegum og sætum. Njótið vel kæru vinir. 
Kjúklingur í pestósósu 
fyrir fjóra til fimm 
1 pk. kjúklingabringur (4 bringur) 
1 krukka rautt eða grænt pestó 
1 krukka fetaostur 
salt og pipar 
Aðferð:
Blandið fetaostinum(og olían fer líka)  saman við pestóið. Skolið bringurnar og leggið þær í eldfast mót, gott er að skera bringurnar í tvennt. Kryddið til með salti og pipar. Hellið pestó-og fetablöndunni yfir kjúklingabringurnar. Setjið réttinn inn í ofn í 30 – 35 mínútur við 180°C. 
Ég var með einfalt meðlæti með réttinum í þetta sinn, skar niður venjulegar og sætar karöflur í litla teninga. Setti kartöflur í eldfast mót, dreifði svolítið af olíu yfir og kryddaði til með salti og pipar. Inn í ofn við 180°C í 35  – 40 mínútur. 

Ég vona að þið njótið vel
xxx
Eva 

Endilega deildu með vinum :)