„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“ Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…