Archives

Mexíkó panna sem þú verður að prófa

Taco Tuesday heldur áfram að sjálfsögðu og ég var farin að þrá mexíkóskan mat. Þessi panna er nákvæmlega það sem mig vantaði í líf mitt! Kjúklingur, stökkar tortillakökur, nóg af osti, rjómaostur og var ég búin að segja nóg af osti? Þið þurfið hreinlega að prófa þennan rétt sem allra fyrst. Þið finnið skref fyrir skref myndir á Instagram – finnið mig undir evalaufeykjaran. Mexíkósk panna *Uppskriftin miðast við fjóra 600 g kjúklingabringur, skornar í litla bita 1 msk ólífuolía 3 msk fajitas krydd Salt og pipar ½ laukur, skorinn í strimla ½ rauð paprika, skorin í strimla ½ græn paprika, skorin í strimla 5 sveppir, smátt skornir 2 hvítlauksrif, pressuð 3 dl tómata passata ½ kjúklingateningur 5 msk rjómaostur 1 dl maísbaunir Tortillavefjur Rifinn…

Kjúklinga enchiladas

Taco tuesday er orðinn vinsæll liður hér á heimilinu og í gær fengum við mjög góða gesti í mat og að sjálfsögðu þá var mexíkóskt þema. Hér er uppskriftin að sumarlegu og ljúffengu kjúklinga enchiladas með mexíkóosti. Virkilega ljúffengt! Fyrir 4 – 6 Ólífuolía 1 laukur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 hvítlauksrif Salt og pipar Enchiladas kryddblanda (hægt að kaupa í pokum) 8 úrbeinuð kjúklingalæri 1 mexíkóostur 2 dl rifinn ostur Tortilla vefjur Salsa sósa, magn eftir smekk Fetaostur, magn eftir smekk Kóríander, magn eftir smekk Ferskt salsa, uppskrift hér að neðan Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Skerið papriku, lauk og hvítlauk niður og setjið í eldfast mót. Hellið smávegis af olíu yfir og kryddið með salti. Setjið kjúklingalærin í skál, hellið olíu…

Mexíkóskt salat í tortillaskál

Mexíkóskt salat í tortillaskál Salatskálar Tortillahveitikökur Ólífuolía Aðferð: Setjið smá ólífuolíu í pott, skál eða form sem þolir að fara inn í ofn. Setjið eina tortillahveitiköku í formið og mótið skál. Bakið við 180°C í 10–15 mínútur eða þar til kakan er orðin stökk.   Lárperusósa: 1 lárpera 2 hvítlauksrif 4–5 msk. grískt jógúrt Safinn úr 1/2 límónu Skvetta af hunangi Salt og pipar Aðferð: Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, smakkið ykkur  til með salti og pipar. Best er að geyma sósuna í ísskápnum í smá stund áður en þið berið hana fram.   Salatið: 800 g kjúklingakjöt, helst kjúklingalæri með skinni Salt og pipar 1/2 tsk. kumminkrydd 1 tsk. Bezt á allt-krydd 1 askja kirsuberjatómatar 1 laukur Handfylli kóríander 1 mangó…

Kjúklingur Saltimbocca

Kjúklingur Saltimbocca er Ítalskur réttur og nafnið þýðir eiginlega „Stekkur upp í munninn“ og vísar til þess hve ljúffengur rétturinn er.  Í upprunalegu uppskriftinni er kálfakjöt notað en oft er kálfakjötinu skipt út fyrir kjúkling. Þessi réttur samanstendur af þunnum kjúklingabringum, hráskinku og salvíublöðum. Þetta er réttur sem á eftir að koma ykkur á óvart. Hann er mjög einfaldur en mamma mía hvað hann er góður. Sannkallaður sælkeraréttur sem þið ættuð að prófa. Rétturinn er borinn fram með kartöflumús og ljúffengri hvítvínssósu. Njótið vel! Kjúklingur Saltimbocca.     Fjórar kjúklingabringur     8 hráskinkusneiðar     10 – 12 fersk salvíublöð     Salt og nýmalaður pipar     1 – 2 msk. Ólífuolía   Aðferð: Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið…

Sesar salat með stökkum kjúkling og hvítlaukssósu

Sesar salat Klassískt salat sem ég elska ofurheitt, ég hef vanalega notað kjúklingabringur í þetta salat en ég sá svo girnileg kjúklingalæri með legg út í búð sem ég mig langaði að prófa og viti menn! Salatið er enn betra með stökkum kjúkling… svo gott að þið verðið einfaldlega að prófa þessa uppskrift sem fyrst. Hvítlaukssósa *Þetta er ekki klassísk sesar-sósa en þetta er ósköp góð og létt hvítlaukssósa sem hentar fullkomnlega út á salatið 3 dl grískt jógúrt 1 tsk dijon sinnep 1/2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en…

Heilsteiktur kjúklingur með sítrónu og tímían

Einfaldleikinn er bestur og þessi réttur sannar það, öll hráefnin saman í einn pott og inn í ofn! Vinnuframlagið nánast ekki neitt en útkoman hrikalega ljúffeng. Ég elda kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og mér finnst mjög gaman að prófa nýja rétti, ég eldaði þennan kjúkling í gærkvöldi og hann vakti mikla lukku. Kjúklingur og sítróna fara svo vel saman.. og ég tala nú ekki um ef þið bætið tímían og smjöri saman við þá tvennu. Sósan sem ég útbjó úr soðinu er ein sú besta, sítrónubragðið er svo gott og ferskt með kjúklingakjötinu að ég verð eiginlega bara að biðja ykkur um að prófa þennan rétt þá vitið þið hvað ég er að meina. Mæli með þessum og ég vona að…

Kjúklingur Milanese

Mamma mía, hvar á ég að byrja? Það er kannski smá klisja á byrja á því að segja að þetta sé ein besta kjúklingauppskrift sem fyrirfinnst í heiminum… er nokkuð mikið að byrja færsluna svona hógværlega? Kjúklingur Milanese er einn þekktasti kjúklingaréttur í heimi og einn sá besti.. ítreka það enn og aftur. Ég gjörsamlega elska þennan rétt og panta hann yfirleitt á veitingastöðum ef hann er á matseðlinum, hann sameinar allt það sem ég elska.. kjúkling, pasta, góða tómat-og basilíkusósu og mozzarella! Þið getið rétt ímyndað ykkur ef þið útbúið heimalagað pasta með hvað þetta er dásamlega gott. Ég hef alltof lítið lofsamað pasta græjuna mína hér inni og hún ætti nú skilið sér færslu, kannski ég geri það bara á næstu dögum en…

Kjúklingaborgari með jalepenosósu

Kjúklingaborgari með jalepenosósu 700 g úrbeinuð kjúklingalæri 200 g kornflex, mulið 3 – 4 msk ólífuolía 150 g sýrður rjómi 1 – 2 msk sriracha sósa 2 tsk hveiti salt og pipar ½ tsk hvítlauksduft Aðferð: Blandið saman í skál, sýrða rjómanum, sriracha sósunni, salti, pipar, hvítlauksdufti og hveiti. Þerrið kjúklingakjötið vel og setjið ofan í chili sósuna og veltið því næst kjúklingakjötinu upp úr muldu kornflexi. Hitið vel af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í ca. 2 mínútur á hvorri hlið, takið kjúklinginn varlega af pönnunni og leggið í eldfast mót og setjið inn í ofn við 180°C í 20 – 22 mínútur. Berið stökka kjúklinginn fram í hamborgarabrauði með jalepeno sósu og fersku salati. Jalepenosósa 2 dl majónes 1 dl grískt jógúrt…

Kjúklingur Saltimbocca

Kjúklingur Saltimbocca Fjórar kjúklingabringur 8 hráskinkusneiðar 10 – 12 fersk salvíublöð Salt og nýmalaður pipar 1 – 2 msk. Ólífuolía Aðferð: Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið eitt salvíublað ofan á kjúklingabringuna og vefjið hráskinkunni utan um hvern bita. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í smá stund á hvorri hlið eða þar til þær eru brúnaðar á öllum hliðum. Leggið bringurnar því næst í eldfast mót og inn í ofn við 180°C i 20 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum útbúið þið sósuna og kartöflumús. Kartöflumús með parmesan osti      500 g soðnar kartöflur      30 g smjör      1 dl mjólk      Salt og nýmalaður pipar      1 dl rifinn parmesan ostur…

Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti

Þetta er langt frá því að vera jólaleg uppskrift en hún á samt sem áður vel við þessa dagana þegar flestir eru á ferð og flugi að undirbúa jólin og lítill tími gefst fyrir matargerð en allir eru á því að vilja njóta.. þá er gott að eiga eina svona uppskrift sem mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni. Tilvalið sem einfaldur kvöldmatur eða þá sem snarl með vinum, með einum öl eða svo. 🙂 Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti Hráefni 1 poki Doritos (ég notaði appelsínugulan) 300 g eldað kjúklingakjöt, bragðsterkt 1 dl gular baunir 1 rauð paprika 5-6 msk hreinn rjómaostur 100 g rifinn ostur kóríander, magn eftir smekk salsa sósa sýrður rjómi Aðferð: Steikið kjúklingakjötið eða notið foreldað…

1 2 3 6