Archives

Einfaldasti pastarétturinn

Orðið Arrabbiata þýðir “ævareiður” en þá er verið að vísa í hve sterkur rétturinn er.  Ég vann á litlu veitingahúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og þessi pastaréttur var einn sá vinsælasti. Það var ekki aftur snúið þegar ég var búin að smakka hann, enda er hann mjög bragðgóður og sérstaklega einfaldur. Ég hvet ykkur til þess að prófa þennan rétt, það tekur enga stund að elda hann og ég er handviss um að hann eigi eftir að slá í gegn á heimilinu.  Þó nafnið vísi í að þetta sé MJÖG sterkur réttur þá hafið þið hann eins og þið viljið, ég myndi segja að eftirfarandi uppskrift væri miðlungs sterk. Ég vona að þið njótið vel. Pasta Arrabbiata Undirbúningstími 10 mínútur Eldunartími 20 mínútur  Fyrir…

Djúpsteiktur ostur hjúpaður í Doritos mulningi

Í gærkvöldi ætlaði ég ekki að sofna, pínu vandræðalegt að segja frá ástæðu þess en ég var með hugmynd að djúpsteiktum ost í huga. Já, stundum valda uppskriftir mér andvökunætum sem er mjög hressandi. Þegar ég vaknaði í morgun var ég staðráðin í því að prófa uppskriftina sem ég var búin að setja saman í huganum og útkoman var miklu betri en einhver draumur, ég held að þetta sé ein besta uppskrift að djúpsteiktum Camenbert sem ég hef smakkað. Mögulega ætti maður að vera hógvær þegar um ræðir uppskriftir frá manni sjálfum en þessi er of góð til þess, það er ekkert hægt að vera hógvær þegar djúpsteiktur ostur á í hlut og hvað þá ef hann er hjúpaður Doritos mulning. Þetta er einn einfaldasti…

Risotto með ferskum aspas og stökku beikoni

Risotto er guðdómlegur hrísgrjónaréttur sem sameinar allt það sem mér þykir gott. Hægt er að útfæra réttinn á marga vegu og í þætti gærkvöldsins eldaði ég Risotto með ferskum aspas, stökku beikoni og sveppum. Einfalt og brjálæðislega gott með miklum parmesan. Ég pantaði mér Risotto á veitingahúsi í London fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir honum, silkimjúkur og ómótstæðilega góður… Risotto með ferskum aspas og stökku beikoni 1 msk ólífuolía + klípa smjör 1 laukur 1 sellerí stilkur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio hrísgrjón 250 g smátt skorinn aspas 8 sveppir, smátt skornir 8 dl kjúklingasoð 2 dl hvítvín Salt og pipar 60-80 g parmesan ostur 2 msk smjör   Ofan á: 100 g beikon 100 g aspas 100 g sveppir   Aðferð: Hitið ólífuolíu…

Spínat- og ostafyllt pasta sem bráðnar í munni

Ef ég ætti að velja minn uppáhalds pastarétt þá væri það án efa þessa hér, hann sameinar allt það sem mér þykir gott. Pasta, nóg af osti, góða sósu og spínat. Mjög djúsí og góður réttur sem þið ættuð endilega að prófa. Cannelloni fyrir þrjá til fjóra      Ólífuolía      1 laukur      3 hvítlauksrif      2 dósir hakkaðir tómatar      Salt og nýmalaður pipar      Handfylli basilíka      1 lárviðarlauf      ½ kjúklingateningur      500 g spínat      ½ tsk múskat      Börkur af hálfri sítrónu      500 g kotasæla      1 egg      4 msk nýrifinn parmesan ostur      200 g cannelloni pasta      150 mozzarella ostur…

Rjómalagað kjúklingapasta úr Matargleði Evu

Í þætti kvöldsins var sérstakt pasta þema og eldaði ég nokkra af mínum eftirlætis pastaréttum. Ég lagði mikla áherslu á einfalda rétti sem allir geta leikið eftir og tekur ekki langa stund að búa til. Þessi lúxus kjúklingapastaréttur er til dæmis einn af þeim og hann er svo góður að þið verðið að prófa hann. Ég mæli að minnsta kosti hiklaust með honum um helgina. Kjúklingur, beikon, pasta og rjómi saman í eitt. Orð eru óþörf 🙂 Rjómalagað kjúklingapasta með beikoni og kryddjurtum Fyrir 3 – 4 manns. 2 msk ólífuolía 4 kjúklingabringur 200 g gott beikon 8 – 10 sveppir, skornir 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk ferskt timjan, smátt saxað 1/2 kjúklingateningur 350 ml matreiðslurjómi salt og pipar eftir smekk 300…

Fyllt kalkúnabringa með öllu tilheyrandi

Ég var búin að deila með ykkur eftirréttinum sem ég gerði fyrir hátíðarblað Hagkaups fyrir jólin en það var dásamleg After Eight terta sem ég mæli með að þið prófið en nú er komið að því að deila aðalréttinum með ykkur. Fyllt kalkúnabringa með waldorf salati, rósakáli, sætri kartöflumús og villisveppasósu sem allir elska. Þessi máltíð verður á boðstólnum hjá mér þessi jólin og ég get varla beðið. Ég elska kalkún og er sérstaklega hrifin af kalkúnabringu, hún er einstaklega safarík og bragðmikil. Tala nú ekki um með góðu meðlæti…nokkrir dagar í þessa ljúffengu máltíð sem ég vona að flestir prófi. Njótið vel kæru lesendur.   Fyllt hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi. Fylling 40 g smjör 200 g sveppir 2 meðalstórir skallottulaukar 1 sellerí stilkur 1 epli…

Stökkir kjúklingabitar í kornflexmulningi með hunangssósu

Ég elska stökka kjúklingabita með góðri sósu og það er fátt sem jafnast á við safaríka, bragðmikla og stökka bita. Í síðasta þætti af Matargleði eldaði ég þessa einföldu kjúklingabita sem þið ættuð að prófa, hollari útgáfa að gómsætum kjúklingabitum. Stökkir kjúklingabita í kornflexmulningi Kartöflubátar 7 – 8 kartöflur, fremur stórar 1 rauðlaukur 4 hvítlauksrif salt og pipar ólífuolía   Aðferð: Skeriðkartöflurnar í fjóra bita. Skeriðrauðlaukinn í sneiðar og pressið hvítlauksrifin. Blandiðöllu saman í skál með ólífuolíu og kryddið til með salti og pipar. Leggiðí eldfast mót og bakið við 200° C í 40 – 45 mínútur. Mér finnst best að steikja kartöflurnar á pönnu í smá stund áður en ég læt þær í eldfast mót og inn í ofn.   Marinering 1 dóssýrður rjómi…

Mac & Cheese með beikoni og rjómasósu.

Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma… ég þarf ekki meira. Mæli með að þið prófið og ég vona að þið njótið vel.   Ofnbakað Mac & Cheese  250 g makkarónupasta 1 msk ólífuolía 150 g beikon, smátt skorið 300 g sveppir 1 rauð paprika 1 msk smátt söxuð steinselja 1 msk smátt saxað tímían 2 msk smjör 1 laukur, sneiddur 500 ml matreiðslurjómi 200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur) 100 g rifinn Parmesan ostur 100 g rifinn Cheddar ostur 1 msk smátt söxuð steinselja salt og pipar…

Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði

Í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese eða hakk og spaghettí eins og við köllum það hér heim er án efa einn af þeim. Ég fæ aldrei leið á þessum rétt og elda hann aftur og aftur. Mjög einfaldur og á mjög vel við á haustin. Spaghetti Bolognese 1 msk. ólífuolía 100 g beikon 1 laukur 2 stilkar sellerí 2 hvítlauksrif 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn 1 krukka niðursoðnir tómatar 3 lárviðarlauf 1 msk tómatpúrra fersk basilíka Handfylli fersk steinselja Aðferð: 1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu. 2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið…

Nautalund með bernaise og piparostasósu

  Í síðustu viku fengum við góða gesti í mat og mig langaði til þess að bjóða þeim upp á eitthvað svakalega gott, ég fór út í Hagkaup og það fyrsta sem fangaði auga mitt í kjötborðinu var girnileg nautalund og sömuleiðis gargaði Bernaise sósan á mig sem var þarna líka. Ég stóðst ekki mátið, keypti kjötið, sósuna og gott meðlæti. Máltíðin var afar ljúffeng, ég byrjaði á því að elda kartöflurnar og á meðan þær voru í ofninum eldaði ég kjötið. Eldunin var afar einföld eða alveg eins og okkur þykir kjötið best. Hér kemur uppskriftin að nautalund með Hasselback kartöflum og piparostasósu. (Bernaise sósan var keypt í þetta sinn og því fylgir ekki uppskrift haha). Nautalundir  Ólífuolía 800 g nautalund Smjör Salt og…

1 2 3 4 5