Spínat- og ostafyllt pasta sem bráðnar í munni

Ef ég ætti að velja minn uppáhalds pastarétt þá væri það án efa þessa hér, hann sameinar allt það sem mér þykir gott. Pasta, nóg af osti, góða sósu og spínat. Mjög djúsí og góður réttur sem þið ættuð endilega að prófa.

Cannelloni

fyrir þrjá til fjóra
 •      Ólífuolía
 •      1 laukur
 •      3 hvítlauksrif
 •      2 dósir hakkaðir tómatar
 •      Salt og nýmalaður pipar
 •      Handfylli basilíka
 •      1 lárviðarlauf
 •      ½ kjúklingateningur
 •      500 g spínat
 •      ½ tsk múskat
 •      Börkur af hálfri sítrónu
 •      500 g kotasæla
 •      1 egg
 •      4 msk nýrifinn parmesan ostur
 •      200 g cannelloni pasta
 •      150 mozzarella ostur
 •      Rifinn ostur

 

Aðferð:
1. Stillið ofninn í 180°C. Steikið spínatið upp úr ólífuolíu á pönnu við vægan hita, þegar spínatið er orðið mjög mjúkt færið það yfir skurðbrettið og saxið mjög smátt.
2. Hitið ólífuolíu í potti og steikið smátt saxaðan lauk þar til hann verður glær og mjúkur í gegn, pressið hvítlauksrif og bætið út í pottinn ásamt hökkuðum tómötum, lárviðarlaufi og hálfum kjúklingatening. Kryddið til með salti og pipar og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur við vægan hita.
3. Í skál blandið saman söxuðu spínati, kotasælu, eggi, parmesan osti, nýrifnu múskati, salti, pipar og basilíkulaufum
4. Fyllið cannelloni pastarörin með ljúffengu ostafyllingunni, gott er að nota sprautupoka en annars má fylla rörin með skeiðum.
5. Setjið sósu í eldfast mót og raðið pastarörum yfir. Hellið sósunni yfir og dreifið vel af rifnum osti og ferskum mozzarella yfir. Í lokin er gott að rífa vel af parmesan yfir.
6. Bakið við 180°C í 30-35 mínútur. Ef osturinn er orðinn mjög brúnn of fljótt er gott ráð að leggja bökunarappír yfir.
7.  Berið fram með fersku salati.
Njótið vel.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2.
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

1 comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *