Virkjum kosningaréttinn. Háskóli Íslands er elsti háskóli landsins. Í hundrað ár hafa stúdentar stundað nám við Háskóla Íslands. Skólinn býður upp á fjölbreytilegt og krefjandi nám. Það ættu allir að geta fundið sér nám við sitt hæfi. Nám er frábær fjárfesting í mannauði og þekkingu, því er sérstaklega mikilvægt að við stöndum vörð um gæði námsins. Við viljum taka þátt í því að efla skólann okkar og gera hann enn betri ár hvert. Þess vegna er hagsmunabarátta stúdenta mikilvæg og ekki má vanmeta hlutverk stúdenta í baráttunni fyrir bættum Háskóla. Það er mjög mikilvægt að hver og einn einasti nemandi við Háskóla Íslands taki þátt í kosningum til Stúdentaráðs þann 6. og 7. feb. Hagsmunir okkar eru í húfi. Stúdentaráð Háskóla Íslands er nauðsynlegt afl…