Archives

Virkjum kosningaréttinn.

Virkjum kosningaréttinn. Háskóli Íslands er elsti háskóli landsins. Í hundrað ár hafa stúdentar stundað nám við Háskóla Íslands.  Skólinn býður upp á fjölbreytilegt og krefjandi nám. Það ættu allir að geta fundið sér nám við sitt hæfi. Nám er frábær fjárfesting í mannauði og þekkingu, því er sérstaklega mikilvægt að við stöndum vörð um gæði námsins. Við viljum taka þátt í því að efla skólann okkar og gera hann enn betri ár hvert. Þess vegna er hagsmunabarátta stúdenta mikilvæg og ekki má vanmeta hlutverk stúdenta í baráttunni fyrir bættum Háskóla. Það er mjög mikilvægt að hver og einn einasti nemandi við Háskóla Íslands taki þátt í kosningum til Stúdentaráðs þann 6. og 7. feb. Hagsmunir okkar eru í húfi. Stúdentaráð Háskóla Íslands er nauðsynlegt afl…

Tilhlökkun

 Elsku vinkona mín hún Agla á von á litlu kríli eftir fáeinar vikur.  Ég er mjög spennt og tek frænku hlutverkinu mjög alvarlega.  Ég ætla að kenna barninu að syngja og að borða.  Þetta er svo fallegt og merkilegt dæmi að inn í maganum er falleg manneskja sem verður bráðum komin í mitt fang.  (Ég er kannski að eigna mér barnið of mikið, en það er í lagi)  xxx Eva Laufey Kjaran

Epladraumur Evu

Ég er búin að vera með mína tegund af eplaköku á heilanum lengi vel og ákvað að prufa að baka þessa „hugmynd“ Hún heppnaðist ótrúlega vel og  ég er sérstaklega ánægð með kökuna.  Epladraumur Evu.  Uppskrift.  2 x Græn epli ca 300 gr. Sykur (Bæði í botn og eplamauk) 250 gr. Hveiti 4. Egg ca. 300 gr. Smjör (Bæði í botn og eplamauk) 1 ½ tsk. Vanilla Extract (Eða vanilludropar) 1 x Sítróna 1 ½ tsk. Lyftiduft 4  tsk. Kanill   Byrjum á því að skera eplin í litla bita.   Við ætlum að nota bæði safann og börkinn af sítrónunni.   Tvö epli, 2 msk. Sítrónusafi og börkur af einni sítrónu.  Setjum ca. 30 gr. Smjör í pott og setjum eplin saman við, hrærum vel í og…

Átti hádegisdeit með manni mínum í borginni í vikunni og svo fórum við í smá göngutúr um miðbæinn, vitaskuld var ekkert annað í stöðunni en að taka mynd af mér og Hörpu.. og góða kaffinu sem ég hellti svo yfir mig stuttu seinna. Það var nú sérdeilis ánægjulegt. Ég elska að sólin sé farin að láta sjá sig og dagarnir eru að lengjast.  xxx Eva Laufey Kjaran

Janúar og hafragrautur.

Dagarnir líða ansi fljótt. Ég fer út snemma á morgnana og kem heim seint á kvöldin. Í síðustu viku ákvað ég að slá til og taka þátt af fullum krafti í hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands. Ég skipa þriðja sæti á lista Vöku til stúdentaráðs og það eru kosningar framundan. Á nokkrum dögum er ég búin að kynnast frábæru fólki og kynna mér það góða starf sem að stúdentaráð við Háskólann stendur fyrir. Nauðsyn fyrir alla sem að stunda nám við skólann að kynna sér málefnin og hafa í huga hvað það eru miklir hagsmunir í húfi sem þarf að standa vörð um. Janúar er aldeilis ekki minn uppáhalds mánuður svo það er agalega fínt að það sé nóg að gera. Áramótaheitið er að ganga…

Epla crumble bollakökur.

Epla crumble bollakökur Helgarnammið að þessu sinni eru þessar dásamlegu eplabollakökur. Þær eru svakalega góðar einar og sér, en nýbakaðar með ís eða rjóma eru þær algjört dúndur. Mér finnst eplakökur agalega góðar og ilmurinn um heimilið verður svo yndislegur. Epli og kanill fara náttúrlega sérlega vel saman.  Uppskrift.  280 gr. Hveiti 1 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Kanill ½ tsk. Salt ½ tsk. Vanillusykur 115 gr. Púðursykur 1 stórt epli (Ég notaði grænt epli) 2 Egg 85 gr. Smjör 250 ml. Mjólk Aðferð.  Við byrjum á því að bræða smjörið og leggjum það síðan til hliðar í smá stund. Sigtum saman hveiti, vanillusykur, kanil, lyftiduft og salt. Skerum eplið í litla bita, bætum svo eplabitunum og sykrinum saman við hveitiblönduna og blöndum vel saman. Tökum…

Sykurmolar.

 Um síðustu helgi þá fékk ég góða gesti til mín. Kristían Mar og Daníel Mar eðalprinsar, að vísu vantaði elsta prinsinn minn hann Steindór Mar.  Við bökuðum og skreyttum kökur, elduðum okkur kjúkling,  horfðum á teiknimyndir og borðuðum nammi. Fórum að sofa seint og vöknuðum seint. Það er ekkert betra en að kúra með þessum prinsum.  Örfáir dagar síðan að þeir fluttu út en ég sakna þeirra óskaplega mikið.  Þeir gefa svo sannarlega lífinu lit.  Yndislegir xxx Eva Laufey Kjaran

Vetrarveður og huggulegheit.

 Í dag er ég búin að vera inni að dúllast. Hef ekki með nokkru móti haft það í mér að fara út. Ferlega leiðinlegt veður, en mér finnst samt ótrúlega huggulegt að vera inni í hlýjunni, kveikja á nokkrum kertum og hlusta á vindinn. Bakaði svo súkkulaðiköku til þess að hafa það extra huggulegt.  Vonandi eruð þið í sömu huggulegheitum og ég, það þýðir ekkert að vera á þvælingi í svona veðri.  xxx Eva Laufey Kjaran

Mánudagur til mæðu.

Geisp..Geisp..Geisp. Nú er vorönn hafin. Það tók svo sannarlega á að vakna um sjöleytið í morgun sérlega vegna þess að ég sofnaði um fjögurleytið. En ég sofna þá vonandi snemma í kvöld og vakna fersk í morgunsárið.  Erum að fara með Mareni systir og co. til Keflavíkur. Þau eru að flytja út, mikil ósköp sem ég á eftir að sakna þeirra en ég veit að tíminn á eftir að fljúga áfram og áður en ég veit af þá verða prinsarnir mínir komnir í mitt fang á ný.  Það eru skemmtilegir tímar framundan svo ég ætla að einbeita mér að þeim. Hitti svo yndislegu fjölskyldu mína í bráð.  Hlakka til að fara til Noregs og hitta gömlu vinina. Alltof langt síðan að ég fór síðast.  Njótið…

Vanillubollakökur með dásamlegu karamellukremi.

Í gær þá bakaði ég vanillubollakökur og prufaði nýtt krem, sem er að mínu mati eitt það allra yndislegasta. Uppskrift af bollakökunum finnið þið hér  Karamellukrem.  400 gr. Karamellur  6 dl. Rjómi Ath! Það þarf að byrja að laga kremið deginum áður en við ætlum að nota það.   Ósköp einfalt. Setjum rjóma og karamellur í pott. Hitum við vægan hita og hrærum vel í, eftir nokkrar mínútur verður þetta orðið að dásamlegri sósu. (Það er náttúrlega súper að nota þessa sósu ofan á ís með ferskum ávöxtum, mmm) En það er önnur saga, nú einbeitum við okkur að kreminu.   Þessir herramenn sáu um að hræra og smakka.   Sjá hvað ég er rík! Vantaði að vísu elsta prinsinn, en hann verður með í bakstrinum næst.  Er þetta…

1 53 54 55 56 57 80