Geisp..Geisp..Geisp. Nú er vorönn hafin. Það tók svo sannarlega á að vakna um sjöleytið í morgun sérlega vegna þess að ég sofnaði um fjögurleytið. En ég sofna þá vonandi snemma í kvöld og vakna fersk í morgunsárið.
Erum að fara með Mareni systir og co. til Keflavíkur. Þau eru að flytja út, mikil ósköp sem ég á eftir að sakna þeirra en ég veit að tíminn á eftir að fljúga áfram og áður en ég veit af þá verða prinsarnir mínir komnir í mitt fang á ný.
Það eru skemmtilegir tímar framundan svo ég ætla að einbeita mér að þeim. Hitti svo yndislegu fjölskyldu mína í bráð. Hlakka til að fara til Noregs og hitta gömlu vinina. Alltof langt síðan að ég fór síðast.
Njótið kvöldsins.
Ég ætla að hafa það virkilega huggulegt þegar að við komum aftur heim í kvöld, sjónvarpsgláp og huggulegheit. Veðrið einfaldlega býður upp á letikvöld. Svo mikið er víst.
Kaffið ljúfa
Elsku Maren mín
xxx
Eva Laufey Kjaran