Um síðustu helgi þá fékk ég góða gesti til mín. Kristían Mar og Daníel Mar eðalprinsar, að vísu vantaði elsta prinsinn minn hann Steindór Mar.
Við bökuðum og skreyttum kökur, elduðum okkur kjúkling, horfðum á teiknimyndir og borðuðum nammi. Fórum að sofa seint og vöknuðum seint. Það er ekkert betra en að kúra með þessum prinsum.
Örfáir dagar síðan að þeir fluttu út en ég sakna þeirra óskaplega mikið.
Þeir gefa svo sannarlega lífinu lit.
Yndislegir
xxx
Eva Laufey Kjaran