Archives

Nýbakað og rjúkandi heitt kaffi

Það er ekki að ástæðulaus að laugardagsmorgnar eru í sérstöku eftirlæti. Ég byrja yfirleitt laugardaga á góðum morgunverði. Að þessu sinni voru það nýbökuð crossaint (það væri gaman að segja ykkur frá því ef ég væri búin að baka þau sjálf en það er nú ekki svo gott, keypti frosin í Krónunni og hitaði upp í morgun). Nýbakað og gómsætt, lyktin af bökuðu brauði og nýlöguðu kaffi er dásamleg, nú er ég södd og sæl og tilbúin í helgina. Ég vona að ykkar morgun fari vel af stað.  Góða helgi.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Instagram & Prentagram. @evalaufeykjaran

 1. Morgungöngutúr í Vesturbænum. Mjög fallegur dagur.  2. Bröns hér heima við með ömmu og mömmu, ansi ljúft.   3. Það er fátt sem slær nýbakaðari súkkulaðiköku við. 4. Fallegir túlípanar fegra heimilið.   5. Ég hitti hann Hadda sem er yfirkokkur á Hótel Rangá og við elduðum saman dásamlega rétti sem eru vinsælir á hótelinu. 6. Kaffi, kaka og skemmtileg vinkona á sunnudegi.   7. Nú er ég byrjuð í tökum á fullu fyrir nýjan matreiðsluþátt sem fer í loftið í byrjun april á Stöð 2. Ég heimsótti Svavar Örn og Daníel og eldaði með þeim. Þeir eru svo frábærir og miklir sælkerar.  8. Ég  er að sigla inn í 27 viku meðgöngunnar og er aðvitað rígmontin með stækkandi maga.  Eins og ég hef oft sagt við…

Föstudagsgleði

Þessi vika hefur flogið áfram, ég hef ekki haft tíma til þess að stinga nefinu hingað inn á bloggið og ekki náð að deila uppskrift með ykkur. En ég ætla að bæta úr þessu bloggleysi um helgina og þá fáið þið uppskrift að dásamlegri helgarköku.  Í dag er mánuður í að þættirnir mínir hefjist á Stöð 2. Þessa dagana er því nóg að gera í sambandi við þættina, þeir verða ólíkir þeim sem ég var með á Stöð 3 og ég hlakka mikið til þess að deila með ykkur nánari lýsingu á þáttunum þegar nær dregur.  Annars vona ég að þið hafið það sem allra best og eigið stórkostlega helgi framundan með fólkinu ykkar. Sjálf ætla ég að eyða helginni í sumarbústað með vinkonum mínum….

Fullkomin byrjun á deginum

 Fyrir mér er þetta fullkomin byrjun á deginum, að fá mömmu og ömmu í morgunmat til mín áður en við förum út að rölta um bæinn. Við förum saddar og sáttar út í daginn. Það er svo notalegt á helgum að nostra svolítið við morgunmatinn og fá góða gesti í heimsókn.  Þetta boozt er svakalega gott og ferskt. Í booztið fer frosið mangó, frosin blönduð ber, banani, chia fræ, kókosvatn, superberries safi, smá agavesíróp og kókosflögur ofan á. Hressandi morgunkokteill.  Ég vona að ykkar dagur fari vel af stað kæru lesendur.  xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Föstudagskokteillinn

Gleðilegan föstudag kæru lesendur. Veðrið er búið að vera dásamlegt í dag og það verður allt betra þegar sólin skín. Ég fékk mér ljúffengan föstudagskokteil áðan, ávextir í kokteilaglasi með smá piparmyntusúkkulaði.  Fyrst við erum að tala um ávexti og súkkulaði þá er ég alveg í sólgin í súkkulaðihjúpuð jarðarber, það er fátt betra. Mæli með að þið gæðið ykkur á góðum ávöxtum með súkkulaði um helgina. Dökkt súkkulaði, hvítt súkkulaði og jarðarber. Ljúffengt konfekt.  Ég vona að þið eigið góða helgi framundan. Ég vona að veðrið haldi áfram að vera svona fínt og svo er auðvitað bolludagurinn á mánudaginn (já ég er mjög spennt) og ég ætla að baka bollur og borða þær með miklum rjóma um helgina.  Njótið helgarinnar.  xxx Eva Laufey Kjaran…

Eddan & Freebird

Það var mikill heiður að fá að veita verðlaun fyrir barnaefni ársins á Eddunni s.l. helgi. Mig langaði auðvitað til þess að vera fín á hátíðinni og fór því að leita mér að kjól. Fyrir valinu varð þessi fallegi kjóll frá Freebird. Ég er afskaplega hrifin af Freebird merkinu og ég hvet ykkur kæru lesendur að kíkja þangað. Búðin er staðsett á Laugaveginum. Það er mjög góð útsala á flestum vörum og því er tilvalið að finna sér kjól fyrir árshátíðarnar og sumarbrúðkaupin sem framundan eru.  Kjólarnir eru svo ævintýralega fallegir. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 

Laxa tacos.

Mér finnst mjög gott að hafa fisk tvisvar til þrisvar sinnum í viku og eftir að ég byrjaði að hafa fisk oft þá hef ég prófað marga góða fiskrétti og þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Þið sem eruð mikið fyrir taco ættuð að prófa þessa uppskrift en það kemur mjög á óvart hvað fiskur er góður í taco. Laxa tacos! Fyrir þrjá til fjóra Uppskrift.  600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga Kryddlögur 2 msk. Olía  1 tsk. paprikukrydd 1/2 tsk. cummin krydd salt og pipar, magn eftir smekk  1 msk. smátt saxað kóríander  3 – 4  smátt söxuð hvítlauksrif 1/2 chilialdin, fræhreinsað og smátt skorið Aðferð:  Blandið öllu saman í skál. Hreinsið fiskinn og skerið í litla teninga, blandið fiskinum…

Sautjándi febrúar

Þó það hafi verið sérlega ljúft um helgina þá er ég meira en tilbúin í nýja viku. Ég byrjaði daginn á hafragraut eins og aðra daga, Það er nóg framundan í vikunni og mörg ansi skemmtileg verkefni. Veðrið er fallegt og þá er nú alltaf allt aðeins betra, mánudagar geta nefnilega verið mjög góðir dagar ef við bara gerum þá að góðum dögum.  Besti grauturinn í morgunsárið. Hafragrautur með 1/2 stöppuðum banana, hörfræjum, bláberjum og smá agavesírópi.  Ristað brauð með osti og sultu er best um helgar en þessi er bestur á virkum dögum.  Ég vona að þið eigið góðan mánudag framundan kæru lesendur.  xxx Eva Laufey K. Hermannsdóttir

Lífið Instagramað @evalaufeykjaran

1. Alltaf gaman að hitta þessa heiðursmenn. 2. Það er svo sannarlega hressandi að koma við á Joe & The Juice og fá sér góðan safa.  3. Oreo bollakökur með hvítu súkkulaðikremi. Þið finnið uppskriftina hér.  4. Fyrir viku síðan þá fór ég út að borða með vinum mínum og fögnuðum við afmæli vinkonu minnar. Og fyrir viku var ég akkúrat hálfnuð með meðgönguna. Það var því tilefni til þess að fara í kjól 🙂  5. Morgunbollinn í sveitinni er miklu betri en venjulega.  6. Fallegt útsýni og sérstaklega fallegur dagur.  7. Eftir sunnudagslambið þá var leyfilegt að fá sér fyrsta páskaegg ársins í desert. Mér finnst alltaf svo gaman að lesa málshættina, og svo finnst mér auðvitað ekkert leiðinlegt að borða gott súkkulaði. Ég…

1 14 15 16 17 18 80