Fullkomin byrjun á deginum

 Fyrir mér er þetta fullkomin byrjun á deginum, að fá mömmu og ömmu í morgunmat til mín áður en við förum út að rölta um bæinn. Við förum saddar og sáttar út í daginn. Það er svo notalegt á helgum að nostra svolítið við morgunmatinn og fá góða gesti í heimsókn. 

Þetta boozt er svakalega gott og ferskt. Í booztið fer frosið mangó, frosin blönduð ber, banani, chia fræ, kókosvatn, superberries safi, smá agavesíróp og kókosflögur ofan á. Hressandi morgunkokteill. 
Ég vona að ykkar dagur fari vel af stað kæru lesendur. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *