Archives

Eggjamúffur með beikoni og papriku.

Eins og Instagram fylgjendur mínir hafa tekið eftir þá vorum við fjölskyldan í vikufríi á Spáni. Við komum heim í nótt en dóttir mín svaf allt flugið og var ekkert að stressa sig á því að sofa út þó við hefðum komið heim um fimmleytið. en það er nú ekkert sem góður kaffibolli getur ekki bjargað. Allavega, ég átti eftir að deila uppskrift að eggjamúffum sem ég gerði um daginn og það freistaði mun meira að setja uppskriftina strax inn en að byrja að ganga frá tveimur risa ferðatöskum sem bíða mín. Það er aldrei skemmtilegt að ganga frá fríinu en mikil ósköp var dásamlegt að taka stutt og gott frí, ég mun áreiðanlega deila myndum með ykkur á næstu dögum. Egg eru í miklu…

Instagram @evalaufeykjaran

1. Fyrsta verkefnið sem matarstílisti við sjónvarpsauglýsingu 2. Dásamlegur lunch með mömmu á Apótekinu, mæli með ferð þangað.  3. Ég er svo heppin að hitta skemmtilegt fólk í vinnunni minni, um daginn heimsótti ég yndislegu Maríu.  4. Morgunganga í sveitinni 4. Verkefnin eru vissulega fjölbreytt og skemmtileg.  5. Marentza kenndi mér að útbúa ljúffeng smurbrauð, namm namm.  6. Ég og Ingibjörg Rósa heimsóttum fólkið okkar í Noregi á meðan Haddi var heima að læra fyrir lokaprófin.  7. Afmælismorgunmatur deluxe. Ég er heppin!  8. Fjórir ættliðir í göngutúr í blíðunni  9. Babyshower Fríðu. 10. Ég heimsótti Kaupmannahöfn í síðustu viku með skemmtilegustu vinnufélögum í heimi, ég segi það satt.  11. Alltaf staður og stund fyrir hópmynd, hér pósum við í tröppum á hamborgarastað. 😉  12. Ekkert…

Heimabakað brauð með gómsætum fyllingum

Þetta brauð er mikilu eftirlæti hjá mér en mamma mín bakaði það mjög oft þegar ég var yngri. Það er fullkomið eitt og sér eða með öðrum aðalréttum t.d. góðum súpum. Þið getið auðvitað fyllt brauðið með því sem að ykkur lystir en hér eru tvær tillögur að fyllingum sem ég mæli með.  Gómsæt fyllt brauð 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g hveiti  1 tsk salt  2 msk olía  Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 5 – 6 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá er gerblandan tilbúin. Hellið…

Babyshower og vanillukaka með banana- og karamellufyllingu.

Babyshower er veisla sem haldin er til heiðurs tilvonandi mæðrum. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er hugmyndin með slíkri veislu að móðirin tilvonandi sé böðuð í gjöfum. Amerísk hefð að sjálfsögðu en mikil ósköp er gaman að halda svona boð, þetta er auðvitað bara afsökun fyrir kökuáti með vinkonum. Það hefur verið hefð í okkar vinahópi að halda slíkar veislur og ég verð að viðurkenna  að mér finnst fátt skemmtilegra en að plana slík boð. Í gær var svo komið að því að halda boð fyrir Fríðu vinkonu mína sem á von á lítilli dömu í næsta mánuði. Krúttlegheitin brutust út og það var nostrað við hvern bita, það ranghvolfa sjálfsagt margir augunum fyrir umstanginu en okkur þykir þetta svo skemmtilegt og allt…

Frönsk lauksúpa

Frönsk lauksúpa  Galdurinn við góða lauksúpu er að leyfa lauknum að krauma í smjörinu í dágóðan tíma. Hér er uppskrift að bragðmikilli lauksúpu sem Eva Laufey eldaði í þætti sínum, Matargleði.  400 g laukur 70 g smjör 1 msk hveiti 1 l kjúklingasoð 3 dl hvítvín 4 tímían greinar 3 lárviðarlauf steinselja, magn eftir smekk salt og nýmalaður pipar baguette  rifinn ostur  Aðferð Afhýðið lauk og skerið í þunnar sneiðar. Steikið laukinn upp úr smjörinu, því lengur sem þið steikið laukinn því betri verður súpan. Hann á þó alls ekki að brenna heldur verða glær og gullinbrúnn. Stráið hveitinu yfir laukinn og hrærið í. Hellið soðinu og hvítvíninu saman við og látið sjóða saman. Bætið kryddjurtum út í og leyfið henni að malla í 30…

Djúsí pizzur á þrjá vegu

Einfalt og gott pizzadeig sem hefur reynst mér mjög vel, það tekur enga stund að gera deigið en það þarf smá tíma til að lyfta sér. Á meðan deigið er að lyfta sér er gott að nýta tímann til góðra verka t.d. að útbúa áleggið sem fer ofan á pizzurnar. Ég elska góðar pizzur og þessar þrjár eru algjört lostæti, ég segi það satt. Vinkonur mínar komu í mat í síðustu viku og mér fannst tilvalið að bjóða þeim upp á pizzu, þær voru ánægðar með matinn og áttum við einstaklega skemmtilegt kvöld saman.   Pizzadeig  2 1/2 dl volgt vatn  25 g þurrger  2 tsk hunang  2 msk ólífuolía  350 – 400 g brauðhveiti frá Kornax Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og…

Matargleði Evu; Ítalskar kjötbollur í tómat- og basilsósu

Ítalskar kjötbollur í tómat-og basilsósu Tómat- og basilsósa 1 laukur, smátt skorinn 2 hvítlauksrif, marin 500 ml tómata passata 1/2 kjúklingateningur 1 msk.fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð skvetta af hunangi eða smá sykur salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1 – 2 mínútur.  Bætið öllu hinu í pottinn og leyfið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar.  Kjötbollurnar 500 g. Nautahakk 500 g. svínahakk 1 dl. brauðrasp 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksrif, marin 3 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. fersk basilíka smátt söxuð 2 msk rifinn Parmesan ostur 1 egg, létt pískað salt og pipar, magn eftir smekk smá hveiti…

Matargleði Evu; Bruschetta með tómötum og hvítlauksosti

Bruschettur með tómötum og hvítlauksosti 1 gott snittubrauð ólífuolía 1 hvítlauksrif 1 askja kokteiltómatar 2 marin hvítlauksrif 1 msk ólífuolía 1 msk balsamik edik smátt söxuð fersk basilíka, magn eftir smekk ½ hvítlauksostur, smátt skorinn salt og nýmalaður pipar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið snittubrauðin í sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið olíu yfir brauðsneiðarnar og bakið í ofni í nokkrar mínútur. Þegar brauðið er tilbúið og orðið stökkt nuddið sárinu á hvítlauksrifinu ofan á hverja brauðsneið. Skerið tómata í tvennt og skafið innan úr þeim, hvítlauksosturinn er skorinn í bita og hvítlaukurinn pressaður. Blandið öllu saman ásamt basilíku, olíu, balsamik edik og salti og nýmöluðum pipar. Setjið blönduna ofan á hverja brauðsneið og berið strax fram. Njótið vel.  xxx  Eva Laufey Kjaran…

Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu.

Vanillubúðingur eða Pannacotta kemur frá Ítalíu. Hægt er að bera eftirréttinn fram allan ársins hring en ástaraldinsósan gerir þennan rétt einstaklega sumarlegan og ljúffengan. 500 ml rjómi
 100 g hvítt súkkulaði 2 msk vanillusykur
 1 tsk vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng 2 plötur matarlím
 Aðferð:  1. ) Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur.   2.) Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum.  3.) Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við,  í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna.  4.) Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt. 
 Ástaraldinsósa 3 dl…

Bakvið tjöldin, Matargleði Evu.

Leikstjórinn minn hún Rikka fer yfir næstu uppskriftir með mér, mikið sem ég var heppin að hafa hana með mér í þessum þáttum.  Vera mín að undirbúa fyrir næsta rétt. Mitt uppáhald, tíramisú. Búið að stilla upp og allt klárt fyrir tökur.  Þetta teymi, mér þykir svo vænt um þau. Alltaf mikið líf og fjör í kringum þessar manneskjur.  Hádegismaturinn var oftar en ekki frá Saffran.  Eldhúsið fína.  Lauksúpan í aðalhlutverki.  Makkarónubakstur, stuttu síðar flæddi súkkulaði um borðið. Gott með mig, en þetta gekk nú að lokum.  Makkarónur í aðalhlutverki. Málað, borðað og farið yfir textann.  Þessi morgunmatur er frekar ljúfur, chia grauturinn á Gló. Veran mín.  Mig langaði að sýna ykkur nokkrar myndir af eldhúsinu og lífinu í kringum þættina.  xxx Eva Laufey Kjaran…

1 8 9 10 11 12 80