Matargleði Evu; Ítalskar kjötbollur í tómat- og basilsósu

Ítalskar kjötbollur í tómat-og basilsósu

Tómat- og basilsósa
1 laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksrif, marin
500 ml tómata passata
1/2 kjúklingateningur
1 msk.fersk steinselja, smátt söxuð
1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð
skvetta af hunangi eða smá sykur
salt og pipar, magn eftir smekk
Aðferð:
Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og
hvítlauk í olíunni í 1 – 2 mínútur. 
Bætið öllu hinu í pottinn og leyfið sósunni að
malla á meðan þið búið til kjötbollurnar. 
Kjötbollurnar
500 g. Nautahakk
500 g. svínahakk
1 dl. brauðrasp
1 laukur, smátt skorinn
3 hvítlauksrif, marin
3 msk. fersk steinselja, smátt söxuð
1 msk. fersk basilíka smátt söxuð
2 msk rifinn Parmesan ostur
1 egg, létt pískað
salt og pipar, magn eftir smekk
smá hveiti
góð ólífuolía
Aðferð:
Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið
til jafn stórar bollur úr deiginu.
Veltið bollunum upp úr smá hveiti og leggið þær í
eldfast mót. Sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 10 –
15 mínútur.
Þegar bollurnar eru tilbúnar þá hellið þið sósunni
varlega ofan í eldfasta mótið og eldið áfram í 20 mínútur.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, ég
mæli með að þið notið spaghettí eða linguini.
Berið réttinn fram með rifnum parmesan og nóg af honum!

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *