Archives

TÍU JÓLAEFTIRRÉTTIR

Ris A La Mande – Jólalegasti eftirréttur allra tíma og einstaklega ljúffengur. Algjörlega ómissandi um jólin! Jóla Pavlova með Daim súkkulaðikremi og ferskum berjum. Þetta er kakan sem er fullkomin á jóladag. Súkkulaði Panna Cotta sem hreinlega bráðnar í munni.  Með dökku súkkulaði og hvítu súkkulaði. After Eight ísterta með berjum og súkkulaðis. Algjört sælgæti! Tiramisu og Skyramisu  – báðir tveir einstaklega ljúffengir og fullkomnir með kaffibollanum. Piparkökuís með saltaðri karamellusósu. Guðdómlega góður og einfaldur! Bökuð ostakaka með sítrónu og ferskum berjum. Eitt sinn smakkað þið getið ekki hætt – ég lofa ykkur því. Créme Brulée – ómissandi um jólin! Súkkulaðibúðingurinn sem allir elska og fá ekki nóg af. Súkkulaðikaka með mjúkri miðju. Svo góð að ég á erfitt með að lýsa henni – þið…

OFURNACHOS UM VERSLÓ

Einn besti og sennilega einn vinsælasti partíréttur fyrr og síðar, ofnbakað nachos með allskyns gúmmilaði. Ég setti þessa uppskrift á Instastory hjá mér í gærkvöldi og ég fékk vægast sagt tryllt viðbrögð og ég hreinlega varð að drífa í því að setja inn uppskriftina. Þið getið enn séð aðferðina á Instastory og hún er lygilega einföld – alveg eins og við viljum hafa það. evalaufeykjaran á Instagram OFURNACHOS MEÐ KJÚKLING OG NÓG AF OSTI *Fyrir 3 – 4  1 poki tortillaflögur með salti 1 kjúklingabringa, forelduð 120 g cheddar ostur Tómatasalsa Lárperumauk Sýrður rjómi 1 rautt chili Handfylli kóríander 1 stilkur vorlaukur 1 límóna Aðferð Útbúið tómatasalsa og lárperumauk samkvæmt uppskriftum hér að neðan. Rífið niður cheddar ostinn og kjúklingabringuna (Ég nota yfirleitt sous-vide kjúklingabringur…

Silkimjúkur súkkulaðibúðingur

Ég held áfram að deila með ykkur uppskriftum að girnilegum eftirréttum, fyrst ég er nú byrjuð! Um helgina var ég í miklu eftirréttastuði, það er í alvörunni hægt að vera í stuði fyrir ákveðnum réttum 🙂 Ég ákvað að búa til þennan einstaklega góða súkkulaðibúðing sem er í miklu uppáhaldi hjá manninum mínum honum Hadda. Þetta er líklega mest „save“ eftirréttur sem ég veit um, en það er mjög erfitt að klikka á þessari uppskrift og öllum finnst súkkulaðibúðingur góður, ég þori eiginlega að lofa því. Ég hef að minnsta kosti ekki hitt þann sem finnst súkkulaði vont 🙂 Ef þið eruð í stuði fyrir súkkulaði um jólin þá mæli ég eindregið með þessum eftirrétt. Silkimjúkur súkkulaðibúðingur 40 g smjör 240 g súkkulaði (til dæmsi…

Súkkulaðimús sem bráðnar í munni

Himnesk súkkulaðimús  Fyrir fjóra til fimm   30 g smjör 220 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði  260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur 1 tsk vanillu extrakt (eða vanillusykur) Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega samanvið súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í  falleg glös eða skálar og geymið í kælií lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram. Góða helgi kæru lesendur. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir