Eitt kvöldið gat ég ekki sofnað… það var ekki vegna þess að ég fann ekki þægilega stellingu til þess að sofa í (já það er vandamál hjá óléttum konum haha) en ég gat ekki hætt að hugsa um sítrónukökur… ég sofnaði loksins en um leið og ég vaknaði þá dró ég fram bakstursdótið og prófaði þessa undursamlegu uppskrift að sítrónuköku sem róaði kökuóðu mig og ég gat sofnað vært næstu nótt. Kakan er svo eiginlega enn betri daginn eftir með morgunkaffinu! Mæli innilega með að þið prófið þessa sem allra fyrst. Sítrónukaka sem allir elska 400 g sykur 240 g smjör 3 egg 380 g hveiti 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 2,5 dl vanillujógúrt eða ab mjólk 1 sítróna, safi og börkur 1 tsk vanilla…