Hugmyndir að brunchréttum.

Heimatilbúið granóla. Það er fátt betra en stökkt og bragðmikið granóla með grísku jógúrti, hunangi og ferskum berjum.

Ávextir eru alltaf góð hugmynd. Þeir eru bæði ótrúlega góðir og algjört augnayndi.

Grænmetisbaka. Þessa einfalda baka er svakalega góð og þið getið leikið ykkur með fyllinguna, það er hægt að setja hvað sem er í þessa böku.
Vöfflur og pönnukökur gleðja alla og það er sko tilvalið að bjóða upp á vöfflur með súkkulaðibitum.
Ljúfengur boozt. Það er mjög gott að bjóða upp á ferskan safa eða boozt, það er ferlega hressandi.
Amerískar pönnukökur. Það er ekkert brunchboð án þess að bjóða upp á amerískar pönnukökur,  hér er uppskrift að pönnukökum sem eru í mínu uppáhaldi.
Franskt eggjabrauð. Ef ég ætti að velja uppáhalds sæta brunchréttinn þá væri það franskt eggjabrauð. Ef þið hafið ekki smakkað þessa dásemd þá mæli með að þið prófið þessa uppskrift um helgina.
Egg Benedict. Þetta er brunch rétturinn, svo mikið er víst. Algjört lostæti.

Njótið vel kæru lesendur.xxx

Eva Laufey Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *