Archives

Pavlova fyllt með Daim rjómafyllingu og ferskum berjum

MARENSBOTNAR 6 stk Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi  Aðferð: Forhitið ofninn í 100°C. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. eiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan. Rjómakrem með Daim súkkulaði 200 ml rjómi 2 – 3 msk flórsykur 100 g Daim súkkulaði  Aðferð: Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í.   Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið…

Toblerone jólaterta

Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Toblerone kremið góða. 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð:   Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í…

Marengsbomba

MARENGSBOMBAN   TVÖFÖLD UPPSKRIFT • 8 stk eggjahvítur • 400 g sykur • 1 tsk lyftiduft • Salt á hnífsoddi 1. Forhitið ofninn í 130°C. (blástur) 2. Stífþeytið eggjahvíturnar, þegar froða byrjar að myndast í skálinni bætið þið sykrinum smám saman við ásamt lyftiduftinu og saltinu. 3. Sprautið marengsblöndunni á pappírsklædda ofnplötu ef þið ætlið að útbúa ákveðið form eins og til dæmis tölustafi, annars getið þið bara skellt blöndunni á formið og mótað að vild. 4. Þessi uppskrift er sem fyrr segir tvöföld og ég náði fjórum botnum. 5. Bakið botnana við 130°C í 90 mínútur. 6. Kælið botnana vel áður en þið setjið rjómafyllinguna á milli og ofan á kökuna. Rjómafylling 500 ml rjómi 500 ml jurtarjómi 3 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur…

Ómótstæðileg marengsterta með Marskremi

Í dag deili ég með ykkur æðislegri uppskrift að marengstertu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en kakan er bæði ótrúlega góð og einföld – uppskriftin kemur úr uppskriftabók eða uppskrifabækling sem amma mín gaf mér, bókin/bæklingurinn heitir Önnur veisla við Lækinn. Bæklingurinn er greinilega svolítið gamall en uppskriftirnar eru frábærar og því tilvalið að deila þeim áfram! Marengsterta með miklum rjóma, ómótstæðilegu kremi og ferskum berjum. Hvað getur klikkað? Marengsterta með marskremi Marengsbotn: 4 eggjahvítur 2 dl sykur  1 dl púðursykur 2 dl Rice Krispies Aðferð: Hitið ofninn í 150°C (blástur) Þeytið eggjahvítur þar til byrjar að freyða í skálinni, bætið þá sykrinum smám saman við og þeytið vel saman þar til marengsblandan er orðin stíf. Merjið Rice Krispies og blandið varlega saman…

Pavlova með ástaraldin- og mangósósu

Pavlova með ástaraldin- og mangósósu Marensbotn 6 Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilla extract eða dropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna íalla vega 3 klst í ofninum ef þið hafið tíma til. Krem: 1 dós kókosmjólk (frosin) Aðferð: Frystið kókosmjólkina í 40-60 mínútur. Setjið hana síðan í skál og þeytið þar til áferðin verður rjómakennd. Dreifið kreminu vel yfir kökuna og setjið vel af…

Marengskaka með daimkremi og ferskum hindberjum

Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo skelli ég góðu rjómakremi yfir og skreyti fallega. Einfaldara verður það varla! Það er upplagt fyrir ykkur sem eruð að gera jólaísinn og notið eflaust bara rauðurnar að geyma eggjahvíturnar og búa til marengs til að eiga um jólin, það eru allir svo hrifnir af marengskökum og gott að eiga nokkra botna í frystinum.   Marengshreiður með súkkulaðirjóma og ferskum berjum Botn: 6 eggjahvítur 150 g sykur 150 g púðursykur 1 tsk mataredik 1 tsk…

Ísterta með After Eight súkkulaði

  Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér.  Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis ein af þeim sem er aldrei með það sama á aðfangadag og nýt þess að prófa eitthvað nýtt og gott. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir eftir mig, þar á meðal after eight ísterta sem fangar bæði augað og leikur við bragðlaukana. Ég elska þessa tertu og hlakka til að bjóða fjölskyldunni upp á hana um jólin. Tilvalin sem eftirréttur eða þá með kaffinu yfir hátíðarnar <3 After eight ísterta Botnar • 4 eggjahvítur •…

Marengsbomba með ómótstæðilegu Daim kremi

Það var svo gott að vakna í rólegheitum með Ingibjörgu Rósu minni í morgun en undanfarna daga höfum við verið á fullu að koma okkur út í vinnu og til dagmömmunnar, morgnarnir eru þess vegna ekkert svo rólegir á þessu heimili á virkum dögum. Helgarfríin eru kærkomin og við mæðgur byrjuðum á því að baka marengsköku handa ömmu Stínu. Ágætis morgunverk, á meðan marengsinn var í ofninum fórum við í göngutúr og í búðina að kaupa ávexti og rjóma. Amma Stína elskar Daim og marengskökur, hún gerði alltaf heimsins bestu Daim ísköku þegar við vorum yngri. Ég þarf endilega að finna þá uppskrift og deili henni þá að sjálfsögðu með ykkur. Það er gaman að baka fyrir fólkið sitt og áttum við ljúfa stund með…

Fallegir og ljúffengir bitar í veisluna

  Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar Pavlovur og franska súkkulaðiköku með ljúffengu kremi. Ég var mjög ánægð með útkomuna og skreytti kökurnar með ferskum berjum og blómum, það kom ákaflega vel út og var mikið fyrir augað. Þegar ég held boð eða á von á mörgum í mat þá finnst mér best að velja rétti sem ég get undirbúið með smá fyrirvara, ég gat bakað frönsku súkkulaðikökuna fyrr í vikunni og setti hana inn í frysti. Bakaði marengsinn kvöldinu áður og…

Toblerone marengsterta.

Ég er afskaplega mikið fyrir góðar marengstertur og þessi er sú allra besta. Ég fékk þessa uppskrift hjá Eddu systur minni. Hún hlýtur að vilja deila henni með ykkur, hún fær engu um það ráðið blessunin. Þessi terta er svakalega einföld og góð, ef ykkur finnst marengs, rjómi og súkkulaði gott þá ættu þið að prófa þessa uppskrift. Það er tilvalið að bera þessa tertu fram sem desert á jólunum eða einfaldlega með kaffinu um helgina. Marengsterta er alltaf góð hugmynd. Ég mæli einnig með því að þið frystið tertuna. Ég er einmitt með eina í frystinum sem ég ætla að bjóða mínu fjölskyldunni upp á um jólin, þetta getur nefnilega líka verið ljúffeng ísterta. Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 4 dl…