MARENSBOTNAR 6 stk Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Forhitið ofninn í 100°C. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. eiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan. Rjómakrem með Daim súkkulaði 200 ml rjómi 2 – 3 msk flórsykur 100 g Daim súkkulaði Aðferð: Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í. Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið…