Á morgnana vil ég eitthvað mjög einfalt, helst eitthvað sem ég get gripið með mér út í fljótu bragði. Þess vegna elska ég að búa til gott múslí sem ég get sett út á jógúrt ásamt góðum berjum. Einnig finnst mér æði að narta í múslí yfir daginn – þess vegna klárast þetta yfirleitt mjög fljótt hjá mér og þá er gott að þetta sé súper einfalt og fljótlegt. Ekki hafa áhyggjur ef þið eigið ekki allar hneturnar sem ég tel upp hér að neðan eða öll þau fræ, notið bara það sem þið eigið og kaupið það sem ykkur langar í. Þið getið notað hvað sem er í þetta múslí og um að gera að nota sem það til er í skápunum hjá ykkur….