Jólamúslí með grísku jógúrti og hindberjum

Sæl verið þið kæru lesendur, þennan morguninn langar mig að deila með ykkur uppskrift að ómótstæðilegum morgunmat já eða millimáli… reyndar má líka bjóða upp á hann sem hollari eftirrétt. Ó jæja, semsagt möguleikarnir eru margir og þið ættuð svo sannarlega að prófa að útbúa þetta heimalagaða múslí með örlitlum jólakeim. Fyrr í vikunni bakaði ég nokkrar jólakökur og það var svo notalegt, ég er að segja ykkur það. Það má alveg byrja þennan jólabakstur og njóta hans fram í desember.
Þið getið að minnsta kosti byrjað á þessu kanil- og engifermúslí sem er alveg frábært með grísku jógúrti og ferskum berjum t.d. hindberjum. Það er líka gott að eiga múslíið í krukku á eldhúsborðinu en þá er svo auðvelt að grípa í smá og smá sem millimál. Hér kemur uppskriftin sem er bæði sáraeinföld og fljótleg. Njótið vel.

 

Kanil- og engifermúslí

 • 5 dl tröllahafrar
 • 1 dl hörfræ
 • 2 dl sólblómafræ
 • 1 dl saxaðar kasjúhnetur
 • 1 dl eplasafi
 • 1 dl kókosolía
 • 1 msk hlynsíróp (eða önnur sæta t.d. hunang)
 • ½ tsk malað engifer
 • 1 tsk kanill
Aðferð:
 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið.
 3. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna.
 4. Bakið í ca. 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni á meðan bökunartíma stendur.
 5. Kælið vel áður en þið berið fram. Bætið t.d. þurrkuðum berjum eða kókosflögum við múslíið þegar það kemur út úr ofninum.

 

 

 

 

 

 

Ég vona að þið eigið góðan dag framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem notuð eru í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *