Archives

Deluxe morgunverðarpanna

Um helgar nýt ég þess að dunda mér í eldhúsinu, sérstaklega á morgnana. Nú er sá tími liðinn að maður geti sofið út (Ingibjörg Rósa grípur daginn um sexleytið..geisp). En, þá hef ég góðan tíma til að elda eitthvað gott. Um daginn eldaði ég þessa ljúffengu morgunverðarpönnu, sáraeinfalt og ótrúlega gott. Egg eru mitt eftirlæti, í þessari pönnu má finna sitt lítið af hverju og það er tilvalið að nota það sem hendi er næst. Allt er leyfilegt um helgar!   Morgunverðarpanna að hætti sælkerans  Ólífuolía 7 – 8 kartöflur 1 laukur 1 rauð paprika 5 – 6 sneiðar gott beikon 3 – 4 Brúnegg kirsuberjatómatar steinselja basilíka salt og nýmalaður pipar Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið niður kartöflur, lauk, papriku og beikon. Steikið…

Hugmyndir að brunchréttum.

Heimatilbúið granóla. Það er fátt betra en stökkt og bragðmikið granóla með grísku jógúrti, hunangi og ferskum berjum. Ávextir eru alltaf góð hugmynd. Þeir eru bæði ótrúlega góðir og algjört augnayndi. Grænmetisbaka. Þessa einfalda baka er svakalega góð og þið getið leikið ykkur með fyllinguna, það er hægt að setja hvað sem er í þessa böku. Vöfflur og pönnukökur gleðja alla og það er sko tilvalið að bjóða upp á vöfflur með súkkulaðibitum. Ljúfengur boozt. Það er mjög gott að bjóða upp á ferskan safa eða boozt, það er ferlega hressandi. Amerískar pönnukökur. Það er ekkert brunchboð án þess að bjóða upp á amerískar pönnukökur,  hér er uppskrift að pönnukökum sem eru í mínu uppáhaldi. Franskt eggjabrauð. Ef ég ætti að velja uppáhalds sæta brunchréttinn þá…

Egg Benedict með heimagerðri Hollandaise sósu

 Dögurður eða brunch er fullkomin máltíð, morgunmatur og hádegismatur í eina sæng. Að byrja daginn á ljúfengum mat, sitja og spjalla fram eftir degi er uppskrift að góðum degi. Einn af mínum eftirlætis brunch réttum er Egg Benedict og ég ákvað að bjóða vinkonu minni upp á þennan  rétt þegar hún kom í brunch til mín í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem ég gerði þennan rétt og í fyrsta sinn sem ég prófaði að gera Hollandaise sósu. Rétturinn heppnaðist sem betur fer mjög vel og sátum við Dísa mjög lengi við matarborðið og nutum þess að borða og spjalla í rólegheitum. Í eftirrétt voru að sjálfsögðu pönnukökur með jarðaberjum og sírópi, það er ekkert brunchboð nema pönnukökur séu í boði.  Egg Benedict Egg…

Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur

  Glútenlausar og gómsætar bláberjapönnukökur 5 dl Finax fínt  mjöl 4 msk brætt smjör 1 tsk. Vínsteinslyftiduft Salt á hnífsoddi 2 tsk. Góð vanilla (vanilla extract eða vanillusykur) 2 dl mjólk 1 ½ dl AB mjólk (eða önnur hrein súrmjólk) 1 – 2 msk sykur 2 – 3 dl bláber (fersk eða frosin)    Aðferð: Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið. Pískið eitt egg og mjólk saman. Næsta skref er að blanda öllum hráefnum vel saman í skál með sleif. Bætið bláberjum saman við deigið í lokin með sleif. Leyfið deiginu að standa í 30 – 60 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar.  Hitið smjör á pönnukökupönnu og steikið pönnukökurnar í ca. mínútu eða tvær á hvorri hlið….

1 2 3