Þessir kanilsnúðar eru gjörsamlega geggjaðir og ég mun baka þá aftur og aftur. Amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir! Ég fékk þessa uppskrift að láni hér, verður maður ekki að prófa uppskrift sem kemur frá Ameríku fyrst maður er að þessu? 😉 *Þessi uppskrift gefur 12-14 snúða Deigið: 1 msk þurrger 175 ml mjólk 95 g sykur + 1 msk 95 g smjör (brætt, ég gleymdi að bræða það og notaði smjör við stofuhita sem kom vel út ) 1 tsk kanill 2 egg 600 g hveiti 2 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Hitið mjólkina, hún á að vera volg. Bætið þurrgeri og 1 matskeið af sykri eða hunangi saman við og hrærið. Setjið viskastykki yfir skálina og látið standa þar til byrjar…