Nýbakaðar pönnukökur, dásamlegur kaffiilmur, fólkið mitt og fullkomið haustveður, bara ef allir sunnudagar væru svo fullkomnir. Og já hreint heimili, ég segi ykkur þetta satt. Svona dagar eru afskaplega notalegir og því er nauðsynlegt að njóta þeirra. Ég elska pönnukökur eins og þið hafið eflaust tekið eftir í gegnum tíðina…
Laxasalatið sem ég elska er frábær byrjun á vikunni. Allt sem mér þykir gott í einu salati, hollt og fáránlega ljúffengt. Á þriðjudaginn ætla ég að elda vængi og fá fólk til mín í mat, að sjálfsögðu ætlum við að horfa á leikinn á meðan. Klístraðir vængir og góður félagsskapur,…
Á morgun hefst sannkölluð þjóðhátíðarvika, svei mér þá. Á þriðjudaginn keppir Ísland sinn fyrsta leik á evrópumótinu og ættum við að sjálfsögðu að baða okkur í fánalitunum. Á föstudaginn er svo þjóðhátíðardagurinn okkar 17.júní og á hverju ári þá baka ég þjóðhátíðarköku. Í ár er það þessi ljúffenga vanillukaka með…
Og hjartaði mitt bráðnaði gjörsamlega. Við byrjuðum helgina á pizzabakstri og þetta var í fyrsta sinn sem Ingibjörg Rósa hjálpaði mömmu sinni, þetta verður okkar fasti liður á föstudögum. Matargerðin verður milljón sinnum skemmtilegri þegar maður fær svona góða aðstoð og mér þótti svo ánægjulegt að sjá hvað litlan mín…
Það kannast nú líklega flestir við þessa uppskrift en hún er gífurlega vinsæl á mínu heimili og í minni fjölskyldu. Mamma bakaði þessa köku ósjaldan fyrir okkur og ég baka hana mjög oft hér heima. Í dag var kósí dagur hjá okkur fjölskyldunni, Ingibjörg Rósa var svolítið slöpp og ákváðum…
Í síðustu viku átti ein af mínum bestu vinkonum afmæli og það vildi einnig þannig til að sama dag var fyrsti þátturinn af nýju matreiðsluþáttunum mínum að byrja, það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að bjóða heim í pizzapartí og smá freyðvínsdrykkju. Þegar ég fæ fólk heim…
Æ það er í alvöru talað eitt það besta að byrja daginn á pönnukökubakstri, það gerist eingöngu á frídögum og ég nýt þess í botn. Uppskriftin hér fyrir neðan er ótrúlega einföld og þægileg, sem er plús. Við viljum ekkert flækja hlutina snemma á morgnana. Ég bæti stundum bönunum út…
Fyllt snittubrauð með pestófyllingu og hvítlauksfyllingu eru afar ljúffeng og einföld í gerð. Ég elska þessi brauð og geri þau mjög oft, þau eru frábær með súpu eða þá ein og sér. Það þarf alls ekki að vera flókið að baka sitt eigið brauð og mér finnst það alltaf svo…
Vikan flaug hratt og örugglega, ég sinnti blogginu mjög lítið í vikunni en ég var að klára misserisverkefni í skólanum sem átti hug minn allan. Ég og hópurinn minn rannsökuðum hvernig íslensk fyrirtæki nota Snapchat í sínu markaðsstarfi, virkilega áhugaverð rannsókn að okkar mati og höfðum við gaman af því…
Karamellupoppið sem allir elska og ég fæ ekki nóg af. Mjúk súkkulaðikaka með ljúffengri karamellufyllingu er allaf góð hugmynd. Skyrkaka með hvítu súkkulaði og ferskum berjum, það tekur enga stund að búa til kökuna og er hún algjört æði. Besta og vinsælasta uppskriftin á blogginu – ég er að segja…