Í morgun langaði mig svo í pönnukökur og auðvitað skellti ég í þessar einföldu og bragðgóðu pönnsur sem flestir kannast við. Íslenskar pönnukökur eru virkilega góðar og hægt að bera þær fram á ýmsa vegu t.d. með morgunkaffinu, í kaffitímanum með sultu og rjóma og svo í eftirrétt með ferskum…
Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur…
Alþjóðlegi kanilsnúðadagurinn er í dag, hvorki meira né minna! Því ber að fagna. Ég bakaði þessa snúða í morgun og vorum við fjölskyldan voða ánægð með þá, Ingibjörg Rósa er lasin og fékk aðeins að smakka. Henni fannst það ekkert mjög leiðinlegt að fá smá smakk, mömmuhjartað verður alltaf svo…
Helgin hefur verið frekar róleg á þessu heimili og ‘to do’ listinn minnkaði ekkert, það freistaði miklu meira að hanga á kaffihúsum, lita, baka eða taka leggju með Ingibjörgu Rósu en að mála vegg, setja upp gardínur og þið vitið.. allt sem verður að gerast strax, helst í gær. Stundum…
Kleinuhringjagleðin ræður ríkjum í höfuðborginni um þessar mundir og margir fagna því að ein stærsta kleinuhringjakeðja er komin til landsins. Mér finnst þess vegna tilvalið að koma með uppskrift að einföldum og ljúffengum kleinuhringjum fyrir þá sem nenna ekki að bíða í röð eða hafa ekki kost á að fara…
Babyshower er veisla sem haldin er til heiðurs tilvonandi mæðrum. Líkt og nafnið gefur til kynna þá er hugmyndin með slíkri veislu að móðirin tilvonandi sé böðuð í gjöfum. Amerísk hefð að sjálfsögðu en mikil ósköp er gaman að halda svona boð, þetta er auðvitað bara afsökun fyrir kökuáti með…
Um helgar þá nýt ég þess að borða eitthvað gott og á föstudögum finnst mér eiginlega nauðsynlegt að fá mér pizzu, það eru örugglega margir sem borða pizzu á föstudagskvöldum enda er ágætt að enda vinnuvikuna á góðum mat og sjónvarpsglápi fram eftir kvöldi, það er ekkert verra að maula…
Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu. Í morgun bakaði ég gróft heilhveitibrauð með ýmsum korntegundum. Heilhveiti er malað með kími og klíði og er mun næringarríkara en…
Það eru ekki mörg ár síðan ég smakkaði bollakökur í fyrsta skipti. Ég var auðvitað búin að smakka jógúrtmuffins en bollakökur með miklu kremi og fallegu skrauti heilluðu mig upp úr skónum og það má með sanni segja að það hafi verið ást við fyrsta bita. Vanillubollakökur eru í…
Smákökur eru án efa vinsælastar yfir jólin en það er nú líka gott að baka eina og eina gómsæta köku og bjóða upp á með kaffinu eða heita súkkulaðinu. Þessi klassíska eplabaka stendur alltaf fyrir sínu, hún er að sjálfsögðu langbest volg borin fram með rjóma eða ís.. eða hvor…