LAMBAKÓRÓNUR ÚR EINFALT MEÐ EVU

Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi

Lambakórónur

  • 1,5 kg lambakórónur
  • Salt og pipar  
  • Ólía
  • Smjör

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180°C.
  2. Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar. 
  3. Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir  kjötið.
  4. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur.

Parmesan kartöflumús

  • 800 g bökunarkartöflur
  • 100 g sellerírót
  • 1 dl rjómi
  • 60 g smjör
  • 50 g rifinn parmesan ostur
  • Salt og pipar, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt.
  2. Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með kartöflustöppu þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið.
  3. Bragðbætið með salti og pipar.

Rauðvínssósa

  • Ólífuolía
  • 1 laukur
  • 2 gulrætur
  • 5 sveppir
  • 1 stk anísstjarna
  • 8 piparkorn
  • 4 dl nautasoð
  • 3 dl rauðvín
  • 1/3 dl sojasósa
  • 100 g smjör

Aðferð:

  1. Skerið lauk, sveppi og  gulrætur í litla bita, steikið upp úr olíu í smá stund.
  2. Bætið anísstjörnu, piparkornum, rauðvíni, nautasoði og sojasósu út í pottinn og sjóðið þar til það eru ca. 2 dl eftir og takið soðið af hitanum, sigtið sósuna og bætið því næst smjörinu saman við í nokkrum pörtum.
  3. Berið sósuna strax fram!

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *