Archives

Sashimi salat með ponzusósu

Sashimi salat með ponzusósu   Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið  sem forréttur eða léttur aðalréttur. Hráefni: 300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar 1 lárpera, vel þroskað 1 mangó, vel þroskað Blandað salat 1 dl límónusafi ¾ dl sojasósa ½ rautt chili 1 ½ msk kóríander ¼ tsk rifið engifer 1 msk vorlaukur, smátt skorinn sesamfræ, ristuð Aðferð Best er að byrja á Ponzusósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa.  Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt…

Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu. Hinn fullkomni pastaréttur!

Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu. Hinn fullkomni pastaréttur! Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð: Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu, setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndum. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu, setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið deigið í kæli í 30 – 40 mínútur. Skiptið deiginu í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út, í pastavél eða með kökukefli. Skerið pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta tagliatelle. Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur. Risarækjur í tómata-og basilíkusósu  1 msk ólífuolía 12 – 14 risarækjur 1…

Ofnbökuð ýsa í pestósósu.

Ofnbökuð ýsa í pestósósu. 700 g ýsa 350 g pestó með sólþurrkuðum tómötum 4 dl fetaostur (3-4 msk af olíunni má fylgja með) 2 dl svartar ólífur 10 kirsuberjatómatar Salt og pipar Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið til með salti og pipar. Blandið saman í sér skál pestóinu og fetaostinum, dreifið sósunni yfir fiskinn. Skerið niður ólífur og tómata, raðið yfir pestósósuna. Rífið niður parmesan og sáldrið yfir réttinn í lokin, nóg af honum. Setjið fiskréttinn inn í ofn og bakið við 180°C í 25-30 mínútur. Berið fiskréttinn fram með fersku salati! Njótið vel! xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Kjúklingur Saltimbocca

Kjúklingur Saltimbocca Fjórar kjúklingabringur 8 hráskinkusneiðar 10 – 12 fersk salvíublöð Salt og nýmalaður pipar 1 – 2 msk. Ólífuolía Aðferð: Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið eitt salvíublað ofan á kjúklingabringuna og vefjið hráskinkunni utan um hvern bita. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í smá stund á hvorri hlið eða þar til þær eru brúnaðar á öllum hliðum. Leggið bringurnar því næst í eldfast mót og inn í ofn við 180°C i 20 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum útbúið þið sósuna og kartöflumús. Kartöflumús með parmesan osti      500 g soðnar kartöflur      30 g smjör      1 dl mjólk      Salt og nýmalaður pipar      1 dl rifinn parmesan ostur…

Grænmetissúpa með stökkum tortilla vefjum

Grænmetissúpa með stökkum tortilla vefjum 1 msk olía 1 laukur 2 hvítlauskrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5 – 6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1 – 2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. Paprikukrydd ½ tsk cuminkrydd 1/2 tsk. þurrkað koríander 1 tsk karrí salt og pipar   Aðferð:   Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.   Meðlætið með súpunni…

Guðdómlegt steikar taco

Steikar taco 400 g nautasteik t.d. entrécote Ólífuolía 1 msk steinselja ¼ rautt chili Hvítlauksrif Salt og pipar Aðferð: Saxið niður steinselju, chili og hvítlauk. Blandið saman við ólífuolíu og nuddið steikinni upp úr marineringunni, kryddið einnig með salti og pipar. Hitið grillpönnu og setjið kjötið á þegar pannan er orðin mjög heit, steikið í um það bil fimm til sex mínútur á hvorri hið. Það fer auðvitað eftir þykktinni á kjötinu og smekk hvers og eins. Kjötið þarf að hvíla í lágmark sex mínútur þegar það er tilbúið. Á meðan undirbúið þið meðlætið. Þegar kjötið er búið að hvílast þá er gott að skera það í þunnar sneiðar og bera fram með tortillavefjum, hreinum fetaosti, mangó salsa og ljúffengri lárperusósu. Mangósalsa 1 mangó 10…

Ljúffeng spergilkálssúpa

Það jafnast fátt á við góða og matarmikla súpu á köldum dögum. Þessi súpa er bæði svakalega einföld og góð. Ég mæli hiklaust með að þið prófið. Spergilkálssúpa 1 msk ólífuolía 300 g spergilkál 2 stórar kartöflur, um350 g 2 hvítlauksgeirar ½ laukur 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) Salt og nýmalaður pipar Smjör Aðferð: Skerið lauk, hvítlauk, spergikál og karöflur í litla bita. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er mjúkur í gegn. Bætið kartöflum og spergilkáli saman við og steikið í smá stund. Kryddið með salti og pipar. Hellið kjúklingasoði saman við og leyfið súpunni að malla í hálftíma eða lengur við vægan hita. Maukið súpuna með töfrasprota (þess þarf ekki en mér finnst hún betri þykkari…

Rjómalagað spaghettí með beikoni og grænmeti

Ég er ekki búin að hugsa um annað undanfarna daga en rjómalagað pasta og ég í kvöld var kvöldið til þess að elda gott pasta! Ég ætla að skella þessu á óléttuna, ég þrái kolvetni í hvert mál og mér þykir ekkert betra en gott pasta. Uppskriftin sem ég gerði í kvöld er sáraeinföld og ég notaði bara eitt og annað sem ég átti til í ísskápnum, útkoman var að mínu mati ofboðslega góð og þess vegna ætla ég að deila henni með ykkur. Það er aldrei slæmt að eiga uppskrift að einföldum pastarétt sem tekur enga stund að búa til, ég meina hver elskar ekki rjóma og pasta? Rjómalagað spaghettí með beikoni og grænmeti   350 g spaghettí Ólífuolía 8 sneiðar beikon 1/2 rauð…

Surf and Turf – hin fullkomna nautalund

Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í vatni. Ég hef oft smakkað góða nautalund og tel mig alveg ágæta að elda slíka en þessi eldunaraðferð er skotheld og útkoman verður fullkomin – ég er að segja ykkur það, fullkomin! Haddi átti afmæli í mars og við fengum fjölskylduna hans í mat og buðum upp á „surf and turf“ eða nautalund og humar. Ég hef alltaf verið svolítið stressuð að elda nautalund fyrir marga, þá verð ég stressuð um að ofelda steikina eða…

Sælkerasalat með mozzarella og hráskinku

Mér finnst voða  gott að skella í einföld og bragðgóð salöt, það sakar ekki ef uppskriftin er einnig fljótleg. Þetta sælkerasalat er einmitt eitt af þeim og þegar mig langar í eitthvað létt og gott þá verður salatið yfirleitt fyrir valinu, eins er tilvalið að bera það fram í saumaklúbbnum, það er svo gott að hafa smá salat með öllum kökunum. Góð hráefni gegna lykilhlutverki í uppskriftinni og þau fá svo sannarlega að njóta sín.     Sælkerasalat 150 g klettasalat2 kúlur Mozzarella ostur300 – 400 g hráskinka1 askja kirsuberjatómatar8 – 10 jarðaberRistaðar furuhnetur, magn eftir smekkBalsamik gljáiAðferð: Leggið klettasalatið á fallegan disk, skerið Mozzarella ostinn í jafnstóra bita og dreifið ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið og skerið jarðaber og tómata smátt og dreifið…

1 7 8 9 10 11 21