Brúsketta með sítrónurjómaosti og reyktum laxi

Í gærkvöldi var sérstakt sítrónuþema í Matargleðinni og ég útbjó þessar sjúklega einföldu brúskettur sem eru tilvaldar í sumar, sem forréttur eða bara sem léttur kvöldverður.  Gott brauð, rjómaostur og reyktur lax fara einstaklega vel saman. Það tekur líka enga stund að skella í þessar einföldu og bragðgóðu brúskettur, sumsé þið eigið eftir að elska þær.

Ljúffengt
laxabrauð með sítrónurjómaosti

Einföld matreiðsla 
Áætlaður tími frá byrjun til enda: 20 mínútur
Fyrir 3-4 

  • 1 gott brauð t.d. súrdeigsbrauð
  • reyktur lax, í sneiðum
  • 200 g rjómaostur, hreinn
  • salt og pipar
  • safi af hálfri sítrónu
  • börkur af hálfri sítrónu
  • 1 msk smátt saxaður graslaukur
  • Klettasalat
  • Ólífuolía
  • Hreinn fetaostur
  • Sítrónubátar

 

Aðferð:
  1. Skerið gróft brauð í sneiðar og leggið í eldfast mót, sáldrið ólífuolíu
    yfir og bakið í ofni við 200°c í 4-5 mínútur.
  2. Hrærið saman rjómaosti, salti, pipar, sítrónusafa, sítrónuberki og graslauk
    í skál.
  3. Smyrjið vel af rjómaostinum á hverja brauðsneið og leggið klettasalatið og
    laxinn yfir.
  4. Myljið fetaost yfir í lokin ásamt því að saxa niður graslauk og skreytið
    brauðið með honum.
  5. Berið brauðið fram með sítrónubátum.

 

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *