Archives

Vikuseðillinn

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskhnakki með blómkálsmauki og ferskum aspas Þriðjudagur: Kraftmikil haustsúpa með beikoni og hakki. Miðvikudagur: Einfalt sítrónupasta og ljúffengt mozzarella salat. Fimmtudagur: Ofnbökuð bleikja í teryaki sósu. Föstudagur: Pizzakvöld eða mexíkóskt? Bæði betra. Þetta ofur nachos með kjúklingi er tryllt! Helgarmaturinn: Ég er að útskriftast úr viðskiptafræði á laugardaginn og tilefnið kallar á ljúffenga máltíð. Nautalund og hvítlaukshumar er þess vegna afar góð hugmynd! Helgarbakstur: Ég mun fagna útskriftinni með viðeigandi áti og þessi marengsbomba með marssósu er algjört lostæti. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Vikuseðillinn góði

Fimmtudagur: Matarmikil og súper góð sjávarréttasúpa sem þið eigið eftir að elska. Föstudagur: Föstudagspizzan er á sínum stað ásamt brjálæðislega góðum parmesan kartöflum. Laugardagur: Besti borgari allra tíma innblásinn af Gastro Truck. Sunnudagur: Smjörsteiktur humar og mögulega hvítvínsglas með? Maður spyr sig. Einfalt og gómsætt!   Helgarbaksturinn: Döðlukakan sem enginn fær nóg af!   Njótið vel. p.s. Lofa að næsti vikuseðill birtist á mánudegi ekki fimmtudegi xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Laxa sashimi með ponzusósu

Ég elska þennan einfalda rétt sem tekur enga og þá meina ég enga stund að útbúa. Þessi réttur er æðislegur sem forréttur en getur líka staðið sem aðalréttur og þá heldur sem léttari máltíð. Ég fékk margar spurningar þegar ég sýndi frá því hvernig ég bjó til réttinn á Instagram hvar ég keypti eiginlega fiskinn en þið ættuð að geta fengið frábæran fisk í næstu búð að minnsta kosti í næsta fiskborði/verslun. Þið veljið þann fisk sem ykkur líst best á að sjálfsögðu. Laxa sashimi með ponzusósu Fyrir 3 – 4 sem forréttur 500 g lax, beinhreinsaður 2 lárperur 1/4 tsk rifið engifer 1 hvítlauksrif, smátt saxað 1 msk smátt saxað kóríander + meira til skrauts 1/2 tsk smátt saxað rautt chili + meiri til…

Hið fulkomna jólafrí

Endurnærandi frí, það er svo ótrúlegt hvað birtan og hlýjan gerir mikið fyrir mann. Einnig var best að vakna í rólegheitum með Hadda og stelpunum, elska það. Það var lítið um plön, við bara leyfðum okkur að gera það sem okkur langaði til, að borða það sem okkur langaði í og svo framvegis. Fullkomið frí í okkar huga! Ég hef varla haft undan við að svara fyrirspurnum varðandi hótelið okkar, en við dvöldum á Villa Tagoro family & fun. Við vorum 27 í heildina og pöntuðum bara beint í gegnum hótelið sjálft, þetta er alls ekki auglýsing en ég hótelið fær fullt hús stiga hjá mér og okkur. Æðislegt fyrir börn og stutt í allt, frábært að fara í stutta fjallagöngu eða rölta á ströndina….

Íslenska kjötsúpan í öllu sínu veldi

Á haustdögum er fátt betra en matarmikil og góð súpa, að mínu mati er Íslenska kjötsúpan sú allra besta. Það er fátt notalegra en að útbúa gómsæta súpu og leyfa henni að malla í rólegheitum, ilmurinn sem fer um heimilið er dásamlegur. Það góða við þessa súpu er að hún er enn betri daginn eftir. Ég fæ ekki nóg af þessari súpu og það skemmir ekki fyrir að hún er bráðholl. Prófið gjarnan þessa uppskrift og ég er handviss um að þið eigið eftir að njóta vel.   Uppskriftin er úr bókinni minni Matargleði Evu. Íslenska kjötsúpan 700  – 800 g lambasúpukjöt 3 l vatn 4 grænmetisteningar 200 g gulrætur, flysjaðar og skornar í litla bita 2 meðalstórar rófur, flysjaðar og skornar í litla bita…

ÍSLENSKAR PÖNNUKÖKUR Í EFTIRRÉTT ÚR EINFALT MEÐ EVU

Íslenskar pönnukökur ca. 18 – 20 pönnukökur 3 egg 4 msk sykur 4 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 30 g smjör, brætt 1 tsk vanilludropar 1 tsk kardimommur, malaðar 5 dl mjólk Aðferð: Þeytið sykur og egg þar til eggjablandan verður létt og ljós. Bætið þurrefnum saman við ásamt mjólk, vanillu og bræddu smjöri. Þeytið áfram í smá stund eða þar til deigið er orðið silkimjúkt. Pönnukökudeigið á að vera fremur þunnt. Hitið smjörklípu á pönnukökupönnu, hellið deigi út á pönnuna og steikið á hvorri hlið í um það bil 30 sekúndur. Berið strax fram með bræddu suðusúkkulaði, vanilluís og ferskum berjum. Njótið vel. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

FRAMKOMUNÁMSKEIÐ

Fyrsta framkomunámskeið okkar Eddu var haldið í byrjun september og gekk námskeiðið vonum framar, yfir hundrað konur mættu og við áttum frábært kvöld saman. Afhverju framkomunámskeið? Við Edda höfum báðar verið ungar að koma okkur á framfæri og finnum að konur eru ragari við að koma fram einhverra hluta vegna. Á námskeiðinu förum við yfir atriði eins og hvernig er best að undirbúa sig fyrir ræðu, hvernig er best að skrifa grein, hvernig er gott að undirbúa sig fyrir fundarstjórn, hvað þarf að hafa í huga áður en þú ferð í viðtöl, afhverju er nauðsynlegt að mynda gott tengslanet og hvað getur það gert fyrir okkur. Einnig förum við aðeins yfir konur og launaviðræður. Okkur langar fyrst og fremst að deila okkar reynslu, fara yfir…

ÍTÖLSK EGGJAKAKA BÖKUÐ Í OFNI

Ítölsk eggjakaka bökuð í ofni Bökuð á pönnu sem má fara inn í ofn, stærðin á pönnunni er 26cm Hráefni: 1 msk ólífuolía 5 sneiðar pancetta eða beikon 1 dl blaðlaukur 2 hvítlauksrif 2 meðalstórar bökunarkartöflur, smátt skornar 1 dl sólþurrkaðir tómatar 8 egg 200 ml sýrður rjómi Salt og pipar 150 g klettasalat 10 – 12 kirsuberjatómatar Nýrifinn parmesanostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, skerið blaðlauk og hvítlauk smátt og steikið. Skerið pancettu í litla bita og bætið út á pönnuna þar til hún er orðin stökk, því næst fara smátt saxaðar sólþurrkaðir tómatar og smátt skornar kartöflur. Steikið þar til kartöflurnar eru orðnar gullinbrúnar. Pískið egg og sýrðan rjóma saman, kryddið með salti og pipar. Hellið…

1 2 3 4 5 79