Kjúklingatacos

Fyrir þrjá – fjóra

Kjúklingatacos sem bráðnar í munni

  • 4 kjúklingabringur
  • 4 msk olía
  • 2 tsk paprikukrydd
  • 2 tsk malaður kóríander
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 2 tsk cumin
  • 1 msk rifinn límónubörkur
  • Safi úr hálfri límónu
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 laukur
  • Tortillakökur
  • Ferskt mangósalsa
  • Lárperumauk
  • Sýrður rjómi
  • Hreinn fetaostur

Aðferð:

  1. Blandið saman olíu og þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan í skál, rífið niður límónubörk og hvítlauksrif og kreistið safann úr hálfri límónu. Hrærið öllu vel saman.
  2. Leggið kjúklinginn í kryddlögin og nuddið honum í kjúklinginn (gott að geyma í sólarhring ef þið hafið tíma, í ísskáp).
  3. Steikið kjúklinginn í tvær mínútur á hvorri hlið, saxið laukinn og bætið út á pönnuna í lokin og steikið í mínútu eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn.
  4. Ef þið notið pönnu sem þolir að fara inn í ofn þá er sniðugt að nota hana en annars færið þið réttinn yfir í eldfast mót og bætið 2 dl af vatni saman við, gildir einnig um ef þið notið pönnu.
  5. Setjið réttinn inn í ofn við 200°C í 25 mínútur.
  6. Rífið kjúklinginn niður og veltið kjúklingakjötinu upp úr soðinu sem er á pönnunni eða í eldfasta mótinu.
  7. Berið kjúklinginn fram í tortilla kökum með sýrðum rjóma, fersku lárperumauki, salsa og hreinum fetaosti.

Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er tilvalið að útbúa einfalt lárperumauk og ferskt salsa.

Ferskt salsa

  • 1 laukur
  • 12-14 kirsuberjatómatar eða tveir stórir
  • 1 mangó
  • 2 stilkar vorlaukur
  • Safinn úr hálfri límónu
  • Salt og pipar
  • Góð olífuolía

Aðferð:

  1. Skerið hráefnin mjög smátt og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar.
  2. Kreistið safann úr hálfri límónu yfir og hellið svolítið af ólífuolíu yfir eða um það bil matskeið. Geymið í kæli áður en þið berið fram.

Lárperumauk

  • 4 lárperur (mjúkar)
  • 1 hvítlauksrif
  • Handfylli kóríander
  • ¼ rautt chili
  • ½ rauðlaukur
  • Safinn úr hálfri límónu
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota þar til maukið er silkimjúkt. Smakkið ykkur til með salti og pipar.
  2. Berið strax fram og njótið.

Þið getið séð aðferðina betur á Instagramminu mínu en þið finnið mig undir evalaufeykjaran.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *