Gamaldags baunasalat

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ömmubakstur

Baunasalat

  • 2 – 3  dl majónes
  • 1 bréf hangikjöt
  • 1 dós niðursoðnar baunir og gulrætur
  • ½ tsk sítrónupipar
  • 2 egg
  • Skonsur frá Ömmubakstri

Aðferð:

  1. Sjóðið eggin og kælið.
  2. Skerið niður hangikjötið í litla bita.
  3. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið með sítrónupipar. Ég setti 2 dl af majónesi í þessa uppskrift en fékk ábendingu að það mætti alveg vera meira og þess vegna setti ég 2 – 3 dl þar sem þetta er smekksatriði.
  4. Kælið salatið áður en þið berið það fram. Ég elska þetta salat á skonsum! Íslenskt og gott.

Þetta salat mun án efa vekja upp minningar, að minnsta kosti upplifði ég algjöra nostalgíu þegar ég borðaði þetta og namm hvað þetta er gott 🙂

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *