Skyramisú

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ömmubakstur

Fyrir fimm – sex  

  • 2 msk sykur
  • 500 g vanilluskyr
  • 250 ml rjómi, þeyttur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 poki kleinur frá Ömmubakstri (12 kleinur, ca 250 g)
  • 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi
  • Gott kakó, magn eftir smekk
  • Súkkulaði, smátt saxað
  • Ber til að skreyta

Aðferð:

  1. Stífþeytið rjóma ásamt tveimur matskeiðum af sykri.
  2. Blandið skyrinu og vanilludropum varlega saman við rjómann.
  3. Þrýstið aðeins á kleinurnar eða kremjið öllu heldur, veltið kleinunum upp úr heitu kaffi og skiptið þeim niður í skálar, glös eða eitt stórt fat.
  4. Setjið helminginn af skyrblöndunni ofan á kleinurnar, stráið svolitlu kakói yfir og smátt söxuðu súkkulaði. Endurtakið leikinn þar til hráefnið er búið.
  5. Í lokin er stráð vel af kakói og smátt söxuðu súkkulaði yfir réttinn.
  6. Kælið í 3 – 4 klukkustundir áður en þið berið fram, frábært að gera degi áður en þið ætlið að bera hann fram.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *