Archives

Súkkulaðibúðingur með ástaraldin

Ég er algjör nautnaseggur og elska að útbúa gómsæta eftirrétti, það er alltaf pláss fyrir smá eftirrétt eftir góða máltíð. Ítalskur vanillubúðingur með hvítu súkkulaði og ástaraldin er einfaldur og virkilega bragðgóður eftirréttur sem ég útbý reglulega. Hvítt súkkulaði, vanilla og ástaraldin passa svo vel saman og þetta er algjör veisla fyrir bragðlaukana. Að minnsta kosti fæ ég ekki nóg af þessum eftirrétt og mæli hiklaust með að þið prófið. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.  

Himnesk Nutella ostakaka.

Í síðasta þætti mínum einbeitti ég mér að einföldum og fljótlegum réttum. Ég útbjó meðal annars þessa ómótstæðilegu ostakaka sem ég hvet alla til þess að prófa. Nutella ostakaka með heslihnetubotni   Botn: 250 g Digestive kexkökur 150 g smjör, við stofuhita 100 g heslihnetur 2 msk Nutella   Aðferð: Maukið kexkökurnar í matvinnsluvél. Bætið smjörinu, heslihnetum og nutella saman við og maukið. Skiptið kexblöndunni niður í nokkrar skálar eða í eitt stórt form. Setjið inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin. Fylling: 500 g rjómaostur, við stofuhita 2 msk flórsykur 1 krukka Nutella 1 tsk vanilludropar 3 dl þeyttur rjómi   Aðferð: Þeytið saman rjómaost, flórsykur, Nutella og vanilludropa. Þegar blandan er tilbúin bætið þið þeyttum rjóma saman við með sleif. Hellið ostablöndunni…

Fallegir og ljúffengir bitar í veisluna

  Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar Pavlovur og franska súkkulaðiköku með ljúffengu kremi. Ég var mjög ánægð með útkomuna og skreytti kökurnar með ferskum berjum og blómum, það kom ákaflega vel út og var mikið fyrir augað. Þegar ég held boð eða á von á mörgum í mat þá finnst mér best að velja rétti sem ég get undirbúið með smá fyrirvara, ég gat bakað frönsku súkkulaðikökuna fyrr í vikunni og setti hana inn í frysti. Bakaði marengsinn kvöldinu áður og…

Grillaður ananas með ljúffengri karamellusósu

  Ef ég ætti að velja einn eftirlætis grill-eftirrétt þá væri það án efa grillaður ananas með ljúffengri karamellusósu og ferskum hindberjum. Það er ekkert mál að bjóða upp á þennan eftirrétt í útileigunni og hann á eftir að slá í gegn hjá börnum og fullorðnum.   Grillaður ananas með karamellusósu   Ferskur ananas, niðursneiddur 80 g smjör 3 msk. púðursykur 1 tsk. kanill     Aðferð: Hitið smjör í potti og bætið púðursykrinum og kanil út í, leyfið þessu að malla í smástund og takið af hitanum. Skerið ananasinn niður og penslið kryddsmjörinu á hann. Það er ágætt að geyma hann í ísskáp í svolitla stund áður en þið grillið hann.     Grillið sneiðarnar í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið og…

Litlar ostakökur með hvítu súkkulaði og hindberjum

Ostakökur eru ákaflega bragðgóðar og fallegar á veisluborðið. Ég slæ aldrei hendinni á móti ostaköku og mér finnst mjög gaman að baka þær eða búa þær til, þær þurfa auðvitað ekki allar að vera bakaðar. Ég gerði þessar kökur fyrir babyshower sem við héldum handa vinkonu okkar fyrir stuttu. Íslensku hindberin eru auðvitað bæði ótrúlega góð og falleg, þess vegna fannst mér tilvalið að nota þau en þið getið vitaskuld notað hvaða ber sem þið viljið. Hér kemur uppskriftin að þessum ljúffengu kökum, ég vona að þið njótið vel. Litlar ostakökur með hvítu súkkulaði og hindberjum um það bil 16 – 18 kökur Botn: 250 g Lu Bastogne kex 140 g smjör, við stofuhita bollakökupappírsform    Aðferð: Setjið kexið og smjörið í matvinnsluvél þar til…

Sjúklega góður Oreo mjólkurhristingur

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna þátt sem  tileinkaður er mjólkurhristingum, ég kolféll fyrir þessum hugmyndum og bjó til einn ljúffengan með Oreo. Það er einmitt þess vegna sem ég er áskrifandi af Gestgjafanum, það er svo gaman að fá góðar hugmyndir. Netið er auðvitað þægilegt en mér þykir svo gaman að fletta í gegnum tímarit og bækur. Ég bíð með eftirvæntingu eftir blaðini í hverjum mánuði. Ég var lausapenni um tíma hjá Gestgjafanum og það var mjög skemmtilegt, allt sem viðkemur mat er auðvitað af hinu góða. En nóg um það, nú að Oreo mjólkurhristingnum sem þið verðið að prófa…ekki seinna en í dag. Oreo mjólkurhristingur 1/2 L eða 4 dl súkkulaðiís (ég notaði ís með súkkulaðibitum) 2 dl nýmjólk Oreo kexkökur, magn…

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…

1 2 3