1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“
 Morgun hristingar
Spínat hristingur
 • Handfylli spínat
 • 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl)
 • 2 cm engifer
 • 1 msk chia fræ
 • 1/2 banani
 • Létt AB mjólk, magn eftir smekk
Berja hristingur
 • 3 dl frosin ber
 • 1/2 banani
 • 1 dl frosið mangó
 • 1 msk chia fræ
 • Létt AB mjólk, magn eftir smekk
Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi í morgunsárið.

 

Ljúffengt Satay
kjúklingasalat
 
„ Ég veit ekki hversu oft ég hef boðið upp á þetta
salat – sem að mínu mati er besta salat sem ég hef smakkað. Ég fékk það fyrst
hjá vinkonu minni henni Fríðu fyrir nokkrum árum og kolféll fyrir því en ég hef
prófað mig áfram með það og breytt því smávegis. Salatið er ansi oft á
boðstólnum þegar ég á von á vinkonum í mat og því tengi ég það við þær og kalla
það vinkonusalatið góða“
 
Satay sósa
Ljúffeng sósa
sem hefur í sér austurlenskt yfirbragð.
 • ½ – 1 dl vatn
 • 3 msk. Smátt saxaður kóríander
 • 1 tsk. Sambal oelek, chíli mauk
 • 4 msk gróft hnetusmjör
 • 2 cm rifið engifer
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 límóna
 • Salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Blandið öllu vel
saman í matvinnsluvél, smakkið til með salti og pipar. Sósan er tilbúin þegar
áferðin er orðin eins og þú vilt hafa hana.
Kjúklingasalat
 • 700 g
  kjúklingakjöt, helst bringur
 • 1 skammtur Satay
  sósa
 • 200 g kúskús
 • Spínat, einn poki
 • 1 askja kirsuberjatómatar
 • 2 lárperur
 • 1 mangó
 • Kasjúhnetur, þurrristaðar
 • 150 g fetaostur
Aðferð:
 1. Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu.
  Hellið satay sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í
  gegn.
 2. Sjóðið kúskús eftir leiðbeiningum á pakka.
 3. Skerið kirsuberjatómata  og lárperur í sneiðar og mangó
  í litla bita.
 4. Setjið spínat í botninn á fati. Dreifið úr kúskúsinu
  yfir og setjið kjúklinginn yfir kúskúsið.
 5. Stráið kirsuberjatómötum, lárperum, mangó og fetaosti
  ásamt smá af olíunni yfir.
 6. Dreifið að lokum ristuðum kasjúhnetum yfir.

 

Jógúrtís með mangóbragði
„Ég nýt þess að fá mér góða
deserta og slæ aldrei hendinni á móti einum slíkum. Þegar ég vil eitthvað létt
og frískandi í desert þá er þessi jógúrtís fullkominn“
 
 • 250 g frosið mangó
 • 1 msk. Fljótandi hunang
 • Rifinn börkur og safi  af ½ límónu
 • Nokkur mintulauf, 6 – 7
 • 150 g grískt jógúrt
 • Dökkt súkkulaði, til skrauts

 

Aðferð:
Maukið mangóið í matvinnsluvél, bætið jógúrti, mintu,
límónubörk og hunangi þar til réttri áferð er náð. Setjið í form og inn í
frysti í lágmark klukkustund. Berið fram með dökku súkkulaði og ferskum berjum.

 

Ljúffengt granóla
 • 8 dl hafrar
 • 2 dl möndlur, saxaðar
 • 2 dl pekanhnetur, saxaðar
 • 2 dl sólblómafræ
 • 2 msk hörfræ
 • 2 dl eplasafi
 • 1 dl kókosolía, brædd
 • 2 – 3 msk. gott fljótandi hunang
 • Grófar kókosflögur
 • þurrkuð trönuber

 

Aðferð
 Hitið ofninn í 170°C. Blandið öllum hráefnum saman í skál og
hrærið. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið blöndunni á plötuna.
Bakið í ca. 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í
blöndunni á meðan bökunartíma stendur.  Þegar blandan er tilbúin þá bætið þið grófum kókosflögum og þurrkuðum trönuberjum saman við. Njótið með grísku jógúrti eða sem millimál.
Í næsta þætti ætla ég að baka gómsætt pottabrauð, búa til æðislegt pestó, elda ljúffenga fiskisúpu með tælensku ívafi og baka eplaböku sem fær hjörtu til að slá aðeins hraðar.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

 • Þvílíkar dásemdar uppskriftir! Kjúklingasalatið er veisla fyrir bragðlaukana, granólað orðið uppáhald heimilisins hjá bæði stórum og smáum og jógúrtísinn… ó maður minn, eigum við nokkuð að ræða það hvað hann er góður! Sem límónu- og myntufíkill mikill húrraði ég kannski öllu meira í ísinn en kemur fram í uppskriftinni (hohoho svooo gott!). Hann var gerður í tvígang í þessari viku enda glettilega góður en einnig minnti bragðið svo mikið á mojito að þessi þreytta mamma varð bara yfir sig ánægð og glöð 🙂

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *