Archives

Döðlugott með piparperlum

Hér er uppskrift að virkilega gómsætum döðlubitum en þið þekkið eflaust flest þessa uppskrift enda er hún gífurlega vinsæl og það er ekki að ástæðulausu. Ég eeeelska þessa karamellu- og döðlubita með smá piparperlum, ég fæ ekki nóg og kann mér ekki hóf fyrir fimm aur þegar kemur að þessu kökum. Eitt sinn smakkað þú getur ekki hætt á vel við þessa ljúffengu bita. Ég átti öll hráefnin til aldrei þessu vant í morgun og þurfti ekki einu sinni að fara út í búð eftir piparperlunum, þess vegna fannst mér miklu meira en tilvalið að skella í döðlugott og deila með ykkur að sjálfsögðu. Það eru til margar útgáfur að döðlugotti og ef þið lumið á góðu hráefni til þess að setja út í deigið…

Brownie með himneskum kaffiís

Volg súkkulaðikaka með kaffiís Eftirréttur sem sameinar súkkulaði og kaffi er fullkomin fyrir mér.  Í síðasta þætti útbjó ég þessa ljúffengu súkkulaði brownie og gerði einfaldasta ís í heimi, kaffiís sem passar mjög vel með nýbakaðri köku. Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g hveiti 1 tskvanillusykur 2 msk kakó 70 ghnetur/möndlur 70súkkulaðibitar/dropar Aðferð:  Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið…

Æðislegur Oreo mjólkurhristingur

Oreo mjólkurhristingur 1/2 L eða 4 dl vanilluís 2 dl nýmjólk Oreo kexkökur, magn eftir smekk rjómi   Aðferð: Setjið allt í blandarann og maukið þar til ísblandan verður silkimjúk. Þið stjórnið þykktinni að sjálfsögðu með mjólkinni. Þeytið rjóma eða það sem betra er notið rjómasprautu og sprautið smá rjóma yfir í lokin. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefni sem eru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Skyramisú

  Flest þekkjum við ítalska eftirréttinn ,Tíramisú’ og er hann einn af vinælustu eftirréttum heims. Ég ákvað að skipta út rjómaostinum út fyrir vanilluskyr og útkoman var stórkostleg. Ég elska, elska þennan eftirrétt og hvet ykkur til þess að prófa hann. Mjög einfaldur og inniheldur rjóma, súkkulaði, skyr og kaffi, semsagt veisla fyrir bragðlaukana og fullkomið eftir góða máltíð. Skyramísú 2 egg 50 g sykur 500 g vanilluskyr 250 ml rjómi, þeyttur 1 tsk. Vanilla extract eða vanillusykur 200 g kökufingur (Lady fingers kex) 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi Gott kakó, magn eftir smekk Súkkulaði, smátt saxað   Aðferð: Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast. Blandið skyrinu við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið vanillunni og rjómanum (þeyttur) varlega saman við með sleif….

Súkkulaði panna cotta með heitri berjasósu

Ítalir eru ekki eingöngu þekktir fyrir gott pasta og góðar pizzur en eftirréttirnir þeirra eru guðdómlegir. Einn af mínum eftirlætis eftirréttum er súkkulaði Panna Cotta með berjasósu, þið getið auðveldlega skipt dökka súkkulaðinu út fyrir hvítt súkkulaði. Mér finnst mjög fínt að bera fram þennan eftirrétt í veislum, sér í lagi vegna þess að ég get gert hann kvöldinu áður og það minnkar stressið sem kemur stundum upp þegar von er á mörgum í mat. Það er nefnilega svo fínt að undirbúa nokkra rétti fyrirfram og þessi er einmitt þannig að hann er betri því lengur sem hann fær að vera í kælinum, upplagt að gera hann kvöldinu áður og leyfa honum að jafna sig í rólegheitum yfir nótt. Sannkölluð súkkulaðisæla sem allir elska.  …

Ris a la Mande

Ris a la Mande er einn af mínum eftirlætis eftirréttum og nauðsynlegt að bera hann fram um jólin. Það kannast nú sennilega flestir við þennan eftirrétt og er hann mjög vinsæll á mörgum heimilum, enda er það enginn furða – hann er einstaklega góður. Rjómakenndur grautur með berjasósu og stökkum möndlubitum, þarf ég nokkuð að segja meira? Ég vona að þið njótið vel.   Ris a la Mande Grauturinn: 2 1/4 dl grautargrjón 1 L nýmjólk 1 -2 vanillustangir smá salt 50 g hvítt súkkulaði Aðferð: Penslið pott með smá smjöri en það kemur í veg fyrir að grjónin og mjólkin brenni við. Hellið mjólkinni í pottinn og leyfið suðunni að koma upp, bætið þá grjónunum út í pottinn og hrærið vel í. Kljúfið vanillustöngina…

Ísterta með After Eight súkkulaði

  Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér.  Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis ein af þeim sem er aldrei með það sama á aðfangadag og nýt þess að prófa eitthvað nýtt og gott. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir eftir mig, þar á meðal after eight ísterta sem fangar bæði augað og leikur við bragðlaukana. Ég elska þessa tertu og hlakka til að bjóða fjölskyldunni upp á hana um jólin. Tilvalin sem eftirréttur eða þá með kaffinu yfir hátíðarnar <3 After eight ísterta Botnar • 4 eggjahvítur •…

Besta skyrkakan

Í vikunni kom nýtt skyr á markað með súkkulaðibitum og það gladdi mig einstaklega mikið. Ég ákvað að útbúa ljúffenga súkkulaðiskyrköku sem er ótrúlega góð og ég þori að veðja að þið eigið eftir að gera hana aftur og aftur. Skyrkökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og ég hef svo oft komið að hér á blogginu og ég verð að segja að þessi hér er sú besta já sú besta. Skyr, rjómi og súkkulaði…. sannkölluð sæla. Súkkulaðiskyrkaka með stökkum botni Botn 200 g Digestive kexkökur 150 g brætt smjör   Aðferð: Bræðið smjör, myljið kexið og blandið því vel saman. Þrýstið kexblöndunni í form. (Ég notaði hringlaga smelluform 20×20) Mér finnst langbest að nota smelluform eða lausbotna form þegar ég er að gera…

Súkkulaði Panna Cotta úr Matargleði Evu

Súkkulaðibúðingur með heitri berjasósu 500 ml rjómi 150 g suðusúkkulaði 2 msk sykur fræin úr 1 vanillustöng 2 plötur matarlím Aðferð: Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið sykri og vanillu saman við,  í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best  yfir nótt. 
 Heit berjasósa með vanillu 3 dl bláber 3 dl hindber 2 dl sykur safinn og börkur af hálfri appelsínu ½ tsk kanill fræin úr 1 vanillustöng Aðferð: Setjið öll hráefnin í pott og…

Íslenskar pönnukökur með Nutella og bönunum

Í morgun langaði mig svo í pönnukökur og auðvitað skellti ég í þessar einföldu og bragðgóðu pönnsur sem flestir kannast við. Íslenskar pönnukökur eru virkilega góðar og hægt að bera þær fram á ýmsa vegu t.d. með morgunkaffinu, í kaffitímanum með sultu og rjóma og svo í eftirrétt með ferskum berjum, súkkulaðisósu og ís. Það tekur enga stund að búa til ljúffengar pönnukökur og ilmurinn sem fer um heimilið er dásamlegur. Svona eins og að koma heim til ömmu á sunnudegi, það er nú ekkert sem toppar það. Amma hans Hadda bakar bestu pönnukökur sem ég hef smakkað og hún hefur gefið mér góð ráð varðandi pönnukökubaksturinn og pönnukökurnar mínar eru strax betri eftir að ég fór að hennar ráðum. Ömmur eru gull.   Íslenskar…

1 2 3