Archives

Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

Á morgnana eða seinni partinn, já eða bara hvenær sem er yfir daginn elska ég að skella í hristing sem keyrir upp orkuna. Uppskriftin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elska döðlur, elska hnetusmjör og öll þau hráefni sem finna má í þessum ljúffenga hristing. Ferskt, einfalt og fljótlegt! Ég lofa að þið eigið eftir að gera þennan aftur og aftur. Hristingur með hnetusmjöri og döðlum 200 g vanilluskyr 1 banani 4 döðlur 1 msk gróft hnetusmjör 1/2 msk chiafræ eða önnur fræ t.d. hörfræ appelsínusafi, magn eftir smekk klakar Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið!   xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefnið sem notað er í þessa…

Bananapönnukökur með Chia fræjum

Ég er sífellt að prófa mig áfram með hollari uppskriftir handa Ingibjörgu Rósu og að sjálfsögðu fyrir sjálfa mig líka. Það er svo auðvelt að grípa í hvítt brauð og eitthvað sem er kannski ekkert svo hollt og gott fyrir okkur. Hér er hollari útgáfa að pönnukökum sem ég baka oft handa okkur og eru mjög góðar. Gott er að setja t.d. ost og gúrku sem álegg ofan á þessar pönnsur. Prófið ykkur endilega áfram. Bananapönnukökur með Chia fræjum ca. 8 litlar pönnukökur  2 egg 1 1/2 banani 1 – 1,5 dl Kornax heilhveiti 1 msk Chia fræ Smá kanill Aðferð: 1. Létt þeytið eggin, stappið banana og blandið saman. 2. Bætið hveitinu smám saman við, byrjið á því að setja minna en meira ef…

Amerískur pönnukökur með bönunum og ljúffengu sírópi

Æ það er í alvöru talað eitt það besta að byrja daginn á pönnukökubakstri, það gerist eingöngu á frídögum og ég nýt þess í botn. Uppskriftin hér fyrir neðan er ótrúlega einföld og þægileg, sem er plús. Við viljum ekkert flækja hlutina snemma á morgnana. Ég bæti stundum bönunum út í deigið og mér þykir það æðislega gott, en auðvitað má sleppa því eða bæta einhverju öðru góðu út í deigið. Amerískar pönnukökur með bönunum Hráefni 1 egg 5 dl KORNAX hveiti 3 tsk lyftiduft 1/2 tsk. Salt 3 msk. Smjör ( brætt) 4 dl. Mjólk (Ef ykkur finnst deigið of þykkt þá bætið þið meiri mjólk út í) 1 tsk vanillusykur 1 banani Aðferð: Sigtið saman hveiti, lyftidufti og salt í skál. Bræðið smjör,…

Egg Benedict – vinsælasti brönsréttur í heimi

Þáttur kvöldsins var tileinkaður djúsí brönsréttur og ég varð auðvitað að gera einn af vinsælustu brönsréttum í heimi, egg Benedict. Fyrir mér er hann algjörlega fullkominn, sameinar allt sem mér þykir gott. Brauð, góð skinka, egg og ljúffeng sósa. Ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þennan rétt um helgina og ég þori að lofa að þið eigið eftir að njóta vel. Egg Benedict 4 egg 2 L vatn 1 tsk. edik (má sleppa) Salt 6 sneiðar af góðri hráskinku Tvær þykkar sneiðar af grófu brauði (ég notaði gróft súrdeigsbrauð) Spínat steikt upp úr smjöri, magn eftir smekk 3 – 4 msk. Hollandaise sósa (sjá uppskrift fyrir neðan) Salt og nýmalaður pipar Smátt söxuð steinselja Basilíka, eftir smekk   Aðferð: Það er best að byrja…

Smoothie skál sem er stútfull af hollustu

Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum í drykkjarílat og bruna út. En, þegar tími gefst þá mæli ég með að þið gerið svona skál og njótið í botn.   Smoothie skál með allskonar berjum Handfylli spínat 1/2 lárpera 1 bolli frosið mangó 1 bolli frosin jarðarber 1 msk hnetusmjör 1 banani 1 tsk chia fræ Möndlumjólk eða appelsínusafi, magn eftir smekk Klakar 2 – 3 msk grískt jógúrt Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur,…

Eggja- og beikonskálar sem allir elska

  Um helgar er tilvalið að nostra svolítið við morgunmatinn og í morgun útbjó ég þessar einföldu og gómsætu eggja- og beikonskálar. Ég mun pottþétt bera þessi egg fram í næsta brönsboði en þau er ótrúlega góð, maður fær allt í einum bita. Stökkt beikon, stökkt brauð og silkimjúkt egg. Ef þið eigið ferskar kryddjurtir er tilvalið að nota þær með og ég átti ferskt timían sem ég sett ofan á eggja- og beikonskálarnar mínar. Það mætti segja að þetta væri lúxus byrjun á deginum og ég mæli svo sannarlega með að þið prófið. Himneskar eggja- og beikonskálar. Uppskriftin miðast á við fjóra manns en það er ekki óvitlaust að tvöfalda skammtinn enda er þessi uppskrift mjög góð og ekki ólíklegt að fólk vilji tvær…

Jólamúslí með grísku jógúrti og hindberjum

Sæl verið þið kæru lesendur, þennan morguninn langar mig að deila með ykkur uppskrift að ómótstæðilegum morgunmat já eða millimáli… reyndar má líka bjóða upp á hann sem hollari eftirrétt. Ó jæja, semsagt möguleikarnir eru margir og þið ættuð svo sannarlega að prófa að útbúa þetta heimalagaða múslí með örlitlum jólakeim. Fyrr í vikunni bakaði ég nokkrar jólakökur og það var svo notalegt, ég er að segja ykkur það. Það má alveg byrja þennan jólabakstur og njóta hans fram í desember. Þið getið að minnsta kosti byrjað á þessu kanil- og engifermúslí sem er alveg frábært með grísku jógúrti og ferskum berjum t.d. hindberjum. Það er líka gott að eiga múslíið í krukku á eldhúsborðinu en þá er svo auðvelt að grípa í smá og…

Ómótstæðileg egg

 Egg eru frábær fæða, þau eru bæði næringarrík og orkurík. Ég borða mikið af eggjum og þá sérstaklega á morgnana. Ég skelli yfirleitt í einfalda eggjahræru, en þá hita ég smá smjör í potti og píska tvö egg sem ég steiki upp úr smjörinu og krydda aðeins með salti og pipar. Einfalt og ótrúlega gott. Þegar ég hef hins vegar aðeins meiri tíma þá elska ég að fá mér ‘poached egg’ eða hleypt egg eins og það heitir á íslensku, en þá er eggið soðið í smá stund og eggið verður þannig í laginu að rauðan er silkimjúk að innan. Ég fæ í alvöru vatn í munninn að skrifa um þessi egg vegna þess að mér þykja þau svo góð… hér er uppskrift að hollari…

Bráðhollt hrökkbrauð með fræjum og sjávarsalti

Ég ætla að byrja með þá hefð að setja inn uppskriftir að morgunmat eða millimáli á mánudögum, flest erum við nefnilega að leita að hollari útgáfum að morgunmat á virkum dögum og því tilvalið að byrja vikuna á hollum og góðum uppskriftum. Að þessu sinni ætla ég að deila með ykkur uppskrift að einföldu og bráðhollu hrökkbrauði sem mér finnst algjört sælgæti. Þið getið notað hvaða fræ sem þið viljið og eigið til heima fyrir, ég nota bara það sem ég á til hverju sinni. Þið sem fylgið mér á Snapchat getið séð hvernig ég útbý uppskriftir en í morgun sýndi ég hvernig þetta hrökkbrauð er búið til, einfalt ekki satt? Ég heiti einfaldlega evalaufeykjaran á Snapchat og ykkur er velkomið að fylgja mér þar….

Chia grautur í krukku

  Chia fræ er mjög nærringarrík og eru flokkuð sem ofurfæða, það er því súper gott að byrja daginn á einum Chia graut sem er bæði fallegur og góður. Það tekur enga stund að skella í einn graut og finnst mér best að gera hann kvöldinu áður en þá þarf ég bara að grípa hann með mér í vinnuna og dagurinn verður strax þeim mun betri.   Chia grautur 1 dl chia fræ 2 dl möndlumjólk ½ kókosmjöl 1 dl frosin bláber Ferskir ávextir t.d. jarðaber, bláber og banani.   Aðferð:   Hellið chiafræjum, kókösmjöli og möndlumjólki í skál og blandið saman. Bætið bláberjum saman við, helst frosnum og blandið. Hellið grautnum í krukku eða skál og geymið í ísskápnum yfir nótt. Skreytið grautinn gjarnan…

1 2 3