Bráðhollt hrökkbrauð með fræjum og sjávarsalti

Ég ætla að byrja með þá hefð að setja inn uppskriftir að morgunmat eða millimáli á mánudögum, flest erum við nefnilega að leita að hollari útgáfum að morgunmat á virkum dögum og því tilvalið að byrja vikuna á hollum og góðum uppskriftum. Að þessu sinni ætla ég að deila með ykkur uppskrift að einföldu og bráðhollu hrökkbrauði sem mér finnst algjört sælgæti. Þið getið notað hvaða fræ sem þið viljið og eigið til heima fyrir, ég nota bara það sem ég á til hverju sinni. Þið sem fylgið mér á Snapchat getið séð hvernig ég útbý uppskriftir en í morgun sýndi ég hvernig þetta hrökkbrauð er búið til, einfalt ekki satt? Ég heiti einfaldlega evalaufeykjaran á Snapchat og ykkur er velkomið að fylgja mér þar.

Hrökkbrauð með fræjum og sjávarsalti

 • 4 dl Kornax rúgmjöl
 • 4 dl haframjöl
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 1/2 dl hörfræ
 • 2 msk hunang
 • 1 dl fljótandi kókosolía
 • 5 – 6 dl vatn
 • Sjávarsalt
Aðferð:
 1. Blandið þurrefnum saman í skál.
 2. Því næst bætið þið olíunni og vatninu smám saman.
 3. Blandið verður klístruð en þannig á hún að vera, dreifið blöndunni á pappírsklædda ofnplötu og skerið deigið með t.d. pizzahníf áður en þið setjið það inn í ofn. Sáldrið smá sjávarsalti yfir hrökkbrauðið.
 4. Bakið við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til hrökkbrauðið verður stökkt.
 5. Leyfið hrökkbrauðinu að kólna í svolitla stund áður en þið berið það fram með einhverju góðgæti.
 Ég vona að þið njótið vel. Mér finnst hrökkbrauð með smjöri og osti langbest.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

 

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *